Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1947, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUFRÆ-ÐINGURINN 161 Riss nf jarðlögum i Markadal, horft norBur. I Ncðra basaltiö, II MóbergslagiÖ, brandnáman merkt x. III Efra basaltiÖ. a. Valllendi. b Mýri. c SkriÖa. Því miður reyndist blaðafréttin orðum aukin: Kol getur þessi bergtegund ekki heitið, og ekki fannst vottur a£ steingervingum í henni eða í námunda við hana. Það, sem fundizt hafði, var svartur, brennanlegur leirsteinn, sem kalla mætti leirbrand, þó að nokkuð virðist liann frábrugðinn hinum gamalkunna leirbrandi, sem víða kvað fylgja surtarbrandslögum í öðrum landshlutum. Brandurinn á Bergsstöðum hafði um nokkurra vikna skeið verið notaður ásamt útlendum kolum í miðstöðina á bænum, og taldi heimilisfólkið hann til mikilla drýginda. En ekki hafði verið reynt að brenna hon- um einum saman. Brandurinn er mjög öskumikill (sbr. athugun Tómasar Tryggvasonar), en léttist þó greinilega við brunann og lýsist mjög. Flestir steinarnir halda upphaflegri lögun, en springa þó nokkuð í eldinum. Brandurinn er tekinn þar sem heitir Markadalur, austan í Langás um 10 mín. gang suðvestur frá bænum. Langás er úr basalti (grá- grýti fremur en blágrýti, III á rissinu) hið efra, en undir því liggur þykkt móbergslag (II á rissinu) og kemur fram í allri austurbrekku ássins neðanverðri. í vesturbrekkunni sér livergi á móbergslagið, enda er sú brekka hulin jarðvegi, og auk jress eru líkur til að laginu halli nokkuð til norðvesturs og sé jrví djúpt á því þeim megin. í þessu móbergslagi er brandurinn. Neðst í austurbrekku Langáss, alveg niður við mýri, bryddir aftur á undirlagi móbergsins í tveimur litlum basaltklettum (I á rissinu), sem gægjast upp úr jarðveginum. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.