Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 25

Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 167 Þær tegundir báðar, sem hér liafa verið nefndar, eru svo náskyldar, að þær hafa áður verið taldar deiltegundir sömu tegundar. Báðar eru lágvaxnar, oftast með blaðlausum stöngli, en hvirfingblöðin eru nær undantekningarlaust hærð. En ef hægt er að skoða hárin á blöð- unum í góðu stækkunargleri eða smásjá, sést greinilega, að öll hárin á D. fladnizensis eru einföld og óskipt og flest á röðum blaðanna, en á D. lactea eru bæði einföld liár og kvíslgreind í einni bendu og oftast báðum megin á blöðunum. Fundarstaðir heiðavorblómsins hér á landi eru sýndir á kortinu á Fjallakál a HeiÖastör b Fjallastör bls. 165 en útbreiðsla þess erlendis á bls. 166. Á henni sést greini- lega, að þessi jurt vex eingöngu í fjöllum og heimskautalöndum. Á Norðurlöndum er útbreiðsla hennar tvímiðja (bicentrisk), en þannig vaxa nú allmargar tegundir, sem liafa lifað af síðustu ísöld á takmörk- uðurn svæðum sunnarlega og norðarlega í Noregi, en ekki náð sam- an aftur, síðan ísöld lauk. Að sjálfsögðu verður ekkert sagt um útbreiðslu heiðavorblómsins hér á landi, jrar eð enn hefur ekki verið leitað að því vandlega. En ef dæma má af útbreiðslu jiess annars staðar, þ.etli okkur ekki ólík- legt, að jtað ætti eftir að linnast víðar kringum Eyjafjörð og austan- verðan Skagafjörð og ef til vill einnig á Vestfjörðum og Austfjörðum og á öðrunt þeim svæðum, sem næst liggja íslausu svæðununt frá jökultímanum síðasta. Vaðlaheiði liggur sunnan og austan við slík svæði, og í nágrenni Heiðarfjalls ltafa stór svæði verið auð. En vel má vera, að tilviljunin ein valdi því, að fyrstu fundarstaðirnir liggja svona nærri hver öðrum við Eyjafjörð.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.