Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 30

Náttúrufræðingurinn - 1947, Síða 30
172 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN löndum, þar sem loftslag er líkt og hérlendis. Er þar átt við Braya purpurascens (R. 1>R.) liGE, sem nefna má fjallakál á íslenzku. Nokkur eintök af henni fundum við á Vaðlaheiði nokkuð sunnan við veginn í vestanverðu Steinsskarði 13. ágúst síðastliðið sumar í melbarði, þar sem við vorurn að leita að vorblómum. Fljótt á litið getur fjallakálið líkzt vorblómum (Draba), en strax og nánar er litið á það, verður manni ljóst, að reginmunur skilur þau að. Fjallakálið er fjölært, álíka lágvaxið og móavorblóm, laust þýft. Rótin er gróf og dökkleit og blöðin í hvirfingu, heilrend og mjó, stundum tungulaga, þykk og kjötkennd, hárlaus með rauðum blæ. Stönglarnir eru blaðlausir, stutthærðir. Blómin eru lítil og óásjáleg, bikarblöðin dökkrauð og krónublöðin rauðleit, en hvít í toppinn. Skálpurinn er flatur, um 6—8 mm langur og um 2 mm breiður, hvíthærður.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.