Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 33

Náttúrufræðingurinn - 1947, Side 33
Bergþór Jóhannsson: Viðauki við flórulista af Ströndum Til viðbótar flórulista þeim, sem birtist í 4. hefti síöasta árgangs af Náttúrufræðingnum, hef ég tekið saman það, sem hér fer á eftir um þær jurtir, sem við Haukur hróðir minn höfum fundið á síðast- liðnu sumri éða haft áreiðanlegar spurnir af. Við hræður höfum ekki haft tækifæri til ferðalaga, og því beinast athuganir okkar aðallega að nánasta umhverfi. Aðeins nokkrar jurtanna höfum við greint sjálfir. En í fyrra sendum við Ingimar Óskarssyni, grasafræðing, nokkrar þurrkaðar jurtir, og var hann svo vinsamlegur að athuga þær og greina fyrir okkur. Og í sumar er þeir grasafræðingarnir Ingólfur Davíðsson og Johs. Grpntved voru hér á ferðalagi, greindu jreir nokkuð fyrir okk- ur. Og Joks í haust sendum við Ingólfi þær jurtir, sem við vorum í nokkrum vafa um, og fóru þeir Ingimar báðir yfir þær. Þó er ekki svo að skilja, að þessir grasafræðingar beri nokkra ábyrgð á flórulista okkai', en þeim skulu hér með fluttar beztu þakkir fyrir greiðvikni sína og ómetanlega aðstoð. í hinum fyrri flórulista mínum, sem var aðeins þurr upptalning, voru nokkrar sjaldgæfar plöntur. En hér skal þeirra getið nokkru nánar í greinarlok, svo að auðveldara verði að finna Jrær síðar. /. Þúsundblaðarós (Athyrium. alpestre). Allvíða í Goðdal, Aspar- , víkurdal og Reykjarfirði. 2. Mýreljting (Equisetum palustre). Algeng. 3. Þráðnykra (Potamogeton filiformis). Á nokkrum stöðum í grunnum, kyrrstæðum lækjarpollum. 4. Flagasef (Juncus biglumis). Algengt. 5. Stinnasef (]. squarrosus). Vex i þurrum eða hálfdeigum jarð- vegi innan um finnung og annan harðbalagróður. Þýfið.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.