Náttúrufræðingurinn - 1947, Qupperneq 44
186
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
félagsins og mæltist til að fá efni i bókina, lét sem sér kæmi ókunnug-
lega fyrir, að ég hefði ekki lekið að mér að skrifa í ha'na. En ég sagði
honum sem var, að enginn hefði beðið mig þess, og það með, að ég
myndi aldrei skrifa einn stafkrók í þessa bók. Við það lief ég staðið.
í nóvembermánuði hringdi Guðjón O. Guðjónsson til mín. Hann
sagði mér, að nú ætti bráðum að koma út bók um Heklugosið eftir
Guðmund Einarsson, og bað mig leyfis að taka mætti upp í liana
kafla úr Heklubók minni, Arbók Ferðafélags Islands 1945.
Ég taldist undan í fyrstu, þóttist nú ekki eiga aðstandendum þessa
útgáfufyrirtækis neitt upp að unna, þeir liefðu með auglýsingu sinni
í vor hermt upp á mig loforð eða a. m. k. vilyrði, sem ég liafði aldrei
gefið og hefði ekki getað efnt, og með því gert mig að svikara í aug-
um þeirra, sem trúa því, sem í blöðum stendur. En ég liéll nú (og
held raunar enn), að þetta hefði fremur verið frumhlaup og óvilja-
verk en hrekkur og bæri ekki að erfa það, og þegar Guðjón benti
mér á, að ágóði af bók Guðmundar Einarssonar ætti að renna til
þeirra Rangæinga, sem tjón hefðu beðið af Heklugosinu, gat ég
ekki synjað leyfisins, því að Rangæingar lieima í héraði eru alls góðs
maklegir af mér. Ég tók þó skýrt fram í símtalinu — og þeirra orða
minnist Guðjón Ó. Guðjónsson enn — að það, sem upp yrði tekið
úr bók minni, skyldi birt innan tilvitnunarmerkja og heimildar-
innar (Árbókar F. í.) getið í hverjum stað. Ég hafði skilið svo, að
Guðmundur Einarsson ætlaði að vitna í bók mína sem fræðirit,
annaðhvort í gagnrýni skyni eða til uppfyllingar j)ví, sem hann
liefði sjálfur að segja. Og myndi ég raunar láta óátalið, þó að slíkt
væri gert leyfíslaust.
Af þessu ætti að vera ljóst, að ég á engan Jrátt í Jressari bók og hef
ekki skrifað einn stafkrók í liana. Það er rangt, sem stendur á titil-
Itlaðinu, að ég sé annar höfundur hennar (Raunar stendur nafn rnitt
jrar ekki fullum stöfum, lieldur skammstafað Guðm. Kjartansson, að
dönskum hætti. Eins er farið nteð nafna minn frá Miðdal). Um
kaflann, sem tekinn er upp úr Heklubók minni (Árbók F. í. 1945,
bls. 137—148), er þess hvergi getið, hvaðan hann sé tekinn, og Javí
síður er hann birtur innan tilvitnunarmerkja. Hann heitir „Úr
sögu Heklu — Heklugos." Litlu hefur verið sleppt úr honum, en þó
því, sem ekki mátti: skýringu á Jrví, hvernig skilja beri skrá yfir
Hekluhraun, j>ar sem þau eru flokkuð eftir aldri, og spurnarmerkj-
um í þeirri skrá, sem tákna óvissu um, að hraunið, sem síðast var
nefnt, sé rétt sett í skrána. (Ég skal raunar viðúrkenna, að það liefði