Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 16

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 16
62 NÁTTÚRUFRÆBINGURINN þrengstu gjótunum. Mér þykir mjög ósennilegt, að nokkurt hættu- legt kolsýruútstreými finnist á þessum slóðum nema þar, sem nú er vitað um það. í þessari ferð kom ég að Loddavötnum kl. 4 síðd. Þá var 20° liiti í lofti og logn að kalla. Aðeins endrum og sinnum mátti finna ofur- hægan blæ af ýmsum áttum. Sólskin var allan daginn. Eg hafði haldið, að í svona kyrru veðri, hlyti að myndast kolsýruuppstaða í dældinni, sem tjarnirnar liggja í. En svo var ekki að þessu sinni. Og ég skal játa, að það sem eftir var dagsins efaðist ég nokkuð um sannindi þeirrar fullyrðingar, sem ég hafði nú látið hafa eftir mér í útvarpi, að kindurnar hefðu kafnað í kolsýrutjóVn. Að þessu sinni var enga kolsýru að finna nema í gjótunum, sem hún streymdi upp um, og (ósýnilega) grunna læki og polla í slökkum neðan við upp- streymisopin. Þar sem flestöll dýrahræin lágu, virtist heilnæmt andrúmsloft alveg niður að grassverði. En síðar lief ég fundið þá skýringu, sem ég tel enn sennilega, að hinn mikli sólarhiti þenna dag hafi kornið í veg fyrir myndun kolsýrutjarnar. í slíku veðri liitnar jörðin og allra neðsta loftlagið meir en loftið í nokkurra metra liæð, og veldur það lóðréttum loftstraumum, sem eru að vísu svo hægir, að þeir skynjast ekki sem vindur, en gætu þó nægt til að blanda kolsýrunni í andrúmsloftið, áður en hún næði að mynda stóra polla. Loddavötn eru, eins og fyrr getur, aðeins smátjarnir, þrjár talsins og smápollur hin fjórða. Þær eru allar ílangar og liggja í röð liver við endann á annarri í stefnu frá norðri til suðurs. Þær liggja í gömlu Hekluhrauni með þykkum jarðvegi og vel grónu. En norður- endi nyrstu tjarnarinnar nær upp að brún Efrahvolshrauns, sem er mjög há og úfin. Austan að vötnunum er lág og víðast aflíðandi brekka í gamla hrauninu með mörgum óreglidegum hvömmum og bollum. Að vestan er gamla hraunið lágt út að Langafelli, þó um 5 m hærra en yfirborð tjainanna. Kolsýruútstreymið er allt austan við vötnin og til beggja enda þeirra, ef til vill allra mest úr urðar- holum út undan brún Efrahvolshrauns. Á öllu svæðinu hef ég talið 90 kolsýrugjótur, en er þó stundum álitamál, hvort telja skuli eina eða fleiri þar, sem þær liggja fast saman. Hitinn í kolsýrugjótunum liefur mér mælzt aðeins 2.5° bæði þenna dag og í önnur skipti og jafnt við Loddavötn, í Hólaskógi og á Krikabrún. Ekkert annarlegt bragð var að vatninu í Loddavötnum, og kernur ekki til mála, að það hafi nokkru sinni verið eitrað. 22° hiti var í

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.