Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 16
62 NÁTTÚRUFRÆBINGURINN þrengstu gjótunum. Mér þykir mjög ósennilegt, að nokkurt hættu- legt kolsýruútstreými finnist á þessum slóðum nema þar, sem nú er vitað um það. í þessari ferð kom ég að Loddavötnum kl. 4 síðd. Þá var 20° liiti í lofti og logn að kalla. Aðeins endrum og sinnum mátti finna ofur- hægan blæ af ýmsum áttum. Sólskin var allan daginn. Eg hafði haldið, að í svona kyrru veðri, hlyti að myndast kolsýruuppstaða í dældinni, sem tjarnirnar liggja í. En svo var ekki að þessu sinni. Og ég skal játa, að það sem eftir var dagsins efaðist ég nokkuð um sannindi þeirrar fullyrðingar, sem ég hafði nú látið hafa eftir mér í útvarpi, að kindurnar hefðu kafnað í kolsýrutjóVn. Að þessu sinni var enga kolsýru að finna nema í gjótunum, sem hún streymdi upp um, og (ósýnilega) grunna læki og polla í slökkum neðan við upp- streymisopin. Þar sem flestöll dýrahræin lágu, virtist heilnæmt andrúmsloft alveg niður að grassverði. En síðar lief ég fundið þá skýringu, sem ég tel enn sennilega, að hinn mikli sólarhiti þenna dag hafi kornið í veg fyrir myndun kolsýrutjarnar. í slíku veðri liitnar jörðin og allra neðsta loftlagið meir en loftið í nokkurra metra liæð, og veldur það lóðréttum loftstraumum, sem eru að vísu svo hægir, að þeir skynjast ekki sem vindur, en gætu þó nægt til að blanda kolsýrunni í andrúmsloftið, áður en hún næði að mynda stóra polla. Loddavötn eru, eins og fyrr getur, aðeins smátjarnir, þrjár talsins og smápollur hin fjórða. Þær eru allar ílangar og liggja í röð liver við endann á annarri í stefnu frá norðri til suðurs. Þær liggja í gömlu Hekluhrauni með þykkum jarðvegi og vel grónu. En norður- endi nyrstu tjarnarinnar nær upp að brún Efrahvolshrauns, sem er mjög há og úfin. Austan að vötnunum er lág og víðast aflíðandi brekka í gamla hrauninu með mörgum óreglidegum hvömmum og bollum. Að vestan er gamla hraunið lágt út að Langafelli, þó um 5 m hærra en yfirborð tjainanna. Kolsýruútstreymið er allt austan við vötnin og til beggja enda þeirra, ef til vill allra mest úr urðar- holum út undan brún Efrahvolshrauns. Á öllu svæðinu hef ég talið 90 kolsýrugjótur, en er þó stundum álitamál, hvort telja skuli eina eða fleiri þar, sem þær liggja fast saman. Hitinn í kolsýrugjótunum liefur mér mælzt aðeins 2.5° bæði þenna dag og í önnur skipti og jafnt við Loddavötn, í Hólaskógi og á Krikabrún. Ekkert annarlegt bragð var að vatninu í Loddavötnum, og kernur ekki til mála, að það hafi nokkru sinni verið eitrað. 22° hiti var í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.