Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 24

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 24
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN víða er hulið jarðvegi og gróið grasi. í skjóli efsta hraunlagsins og jarðvegshulunnar fyrir vindum andrúmsloftsins streymir kolsýru- elfurin undan hallanum um dýpra lag í hraununum. í því lagi rná ætla, að kolsýran sé mest blönduð efst og minnst neðst, en þó virðist yfirborð hennar vera allglöggur flötur, a. m. k. þegar logn er. Neðra borðið er aftur jarðvatnsflöturinn. Eins og áður var getið, Iiagar kolsýran í hraununum sér mjög áþekkt jarðvatni: Hún streymir ofurhægt fram undan halla, yfir- borð hennar hækkar og lækkar eftir veðráttu (hækkar í kyrru veðri, lækkar í hvassviðri), og þegar (og þar sem) það sker yfirborð jarðar, streymir kolsýran út undir bert ioft. Af því, sem nú er sagt, ætti að vera ljóst, að hin loftkennda kolsýra yfir jarðvatninu heldur uppleystu kolsýrunni í vatninu í skefjum á leið til uppsprettnanna. En í lækjunum, sem frá þeim renna, rýkur kolsýran mjög fljótt burt úr vatninu. Kolsýrubragð finnst ekki af því nema í upptökunum og nokkra metra eða nokkra tugi metra niður eftir læknum. Neðar finnst ekkert annarlegt bragð. í lindum Næfurholtslækjar og Nýjabæjarlækjar hefur myndazt livít, hlaupkennd skán á steinum í botni, og slýið, sem þarna vex, hefur einnig litazt kynlega hvítt. Þessar litbreytingar voru eitthvað á veg komnar 17. maí í vor, þegar ég mældi liita í upptökum Næfur- holtslækjar (2.0°). En ekki grunaði mig samt þá, að neitt óvenjulegt væri á seyði. Fólk á næstu bæjum tók einnig eftir þessu um svipað leyti. Ekki er enn lokið efnagreiningu á þessu hvíta hlaupi, en senni- lega er það kísilsýra (freyðir ekki af saltsýru). Á bænum Hólum er allt neyzluvatn sótt í Næfurholtslæk h. u. b. 3 km neðan við upptök hans. Ekkert bragð finnst nú að því vatni fremur en áður, en það er naumast eins fagurtært að sjá í hyljunum. Og síðan í vor hefur setzt hvítur lnúðurkenndur steinn innan í ketilinn, sem vatn er liitað í í eldhúsinu. Steinlagið þykknaði ört og var reynt að skafa það burt öðru hvoru. En það var illgerlegt, sökum þess hve hart það var, einkum á ketilbotninum. Ég frétti ekki af þessu fyrr en 27. júlí og skoðaði þá ketilinn. Þá var allt að sentímetra þykkt lag innan í honum og stúturinn stíflaður. Hafði nú verið hætt við að nota þenna ketil og nýr verið fenginn í Iians stað fyrir tíu dögum. Á þeim tíma hafði myndazt 2 mm þykkt steinlag í nýja katlinum. Guðrún Ófeigsdóttir, húsfreyja í Hólum, telur ketilstein- inn liafa byrjað að myndast um sumarmál, þ. e. nál. 22. apríl.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.