Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 71 Ég dreypti sýru af rafmagnsgeymi á ketilsteininn, og hún freyddi upp af honum. Var þá ekki um að villast, að þetta var kalksteinn. Nú liefur hann verið efnagreindur og komið í ljós, að hann hefur einnig önnur efni að geyma. (Sjá grein Gísla Þorkelssonar.) Vottur af ketilsteini sezt nú einnig í ketilinn í Næfurholti, en að því eru miklu minni brögð en í Hólum. í Næfurholti er neyzluvatn leitt heim úr lind, sem sprettur upp í móbergshálsi fyrir austan bæinn. Ketilsteinninn úr því vatni sýnir, að kolsýran er ekki alveg einskorðuð við þær lindir, sem koma undan hraunum. Kolsýruvottur hlýtur einnig að vera í þessu vatni (þótt hann finnist ekki á bragð- inu), því að annars gæti það ekki leyst upp kalk úr berginu. Bæði í Næfurholti og Hólurn hefur vatnið í sumar reynzt illa til þvotta og verið mjög sápufrekt. Einnig er erfitt að hreinsa potta, sem matur er soðinn i. Ekki vita menn til, að nokkru sinni áður liafi borið á ketilsteini né öðrum annmörkum neyzluvatnsins á þessum bæjum. Sunnudaginn 25. júlí var fjölmennt af kolsýruþefurum og sóda- vatnssmökkurum í Næfurholti. Auk okkar, sem fyrir vorum og áður var getið, komu þeir Pálmi Hannesson, Gísli Þorkelsson og Einar Magnússon á vettvang. Þenna dag efnagreindi Gísli útstreymið í þremur helztu kolsýrudældunum og tók sýnishorn til nánari efna- greiningar í Atvinnudeild Háskólans. í sama skyni voru tekin mörg sýnishorn af uppsprettuvatni. í þessu hefti Náttúrufræðingsins, bls. 77—80, birtir Gísli bráðabirgðaskýrslu um þessar rannsóknir, en þeim verður lialdið áfram. Ekki var enn farið að girða dauðalágarnar urn þessar mundir, og dróst það enn nokkrar vikur vegna skorts á girðingarefni. Samt dráp- ust þar engar sauðkindur eftir þetta. Þessi dýr höfðu nú fundizt dauð í lágunum, eflaust köfnuð í kolsýrulofti: Sjö ær, átta lömb (að meðtöldu lambi óbornu ærinnar), tófa, veiði- bjalla, stokkandarsteggur, tveir eða þrír skógarþrestir og rytjur af fleiri smáfuglum, auk þess nokkrir járnsmiðir. Nú, eftir að girt var um þrjá hættulegustu staðina: Loddavötn, lautina í Hólaskógi og lautina á Krikabrún, ætti búfénaði að vera óhætt í Næfurholtshögunum. En þó eru enn ógirtar tvær litlar kol- sýrulautir á Mosunum, og um girðinguna í Hólaskógi hefur svo illa til tekizt, að dálítil Iiorn af hættusvæðinu, nyrzt og syðst, hafa lent utan hennar. Og fuglar eru enn í sömu hættu og áður. Þegar Sig-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.