Náttúrufræðingurinn - 1948, Qupperneq 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
75
hætti. En gosgufan var lieit og þess vegna var kolsýran í henni litlu
eða engu þyngri í sér en venjulegt andrúmsloft (145° iieit kolsýra og
0° heitt andrúmsloft hafa sömu eðlisþyngd við sama þrýsting). Af
þeim ástæðum hlaut öll sú kolsýra að rjúka út í loftið og blandast
því, svo að hennar varð ekki vart.
En kolsýruloftið, sem nú fyllir gjár og glufur í Hekluhraununum
ofan jarðvatnsflatar, er aðeins 2—3° heitt (og þetta lága hitastig
stuðlar að því, að það tolli þar). Kolsýran í þessu lofti hefur því
kólnað um mörg hundruð stig frá því, er hún skildist frá bergkvik-
unni. Kólnunin hlýtur að liafa farið fram neðanjarðar á leið kol-
sýrunnar upp. Þykir mér flest benda til, að sú leið liggi í gegnum
jarðvatnið og öll kolsýran — einnig sú, sem nú er loftkennd ofan
jarðvatnsflatar — liafi um skeið verið upp leyst í því.
Þessi skoðun styðst m. a. við það, að hitastigið í kolsýrugjótunr
hraunanna og vatnsuppsprettum undan sömu hraunum er Jrví sem
næst jafnt.
Eins og fyrr var getið, hefur mér mælz't liiti í kolsýrugjótunum
21/)°. En mælingin er ekki nákvæm, getur skakkað nokkrum tíundu
hlutum úr stigi. Til Jiess að lesa á mælinn verður að kafa með höf-
uðið niður í kolsýrugjótuna, og þar er illgerlegt að halda opnum
augunum. Með iágmarksmæli væri þó auðveit að mæla Jretta ná-
kvæmlega. — Efsta botn Næfurholtslækjar, suðurbotninn, hef ég
mælt 30. marz 1945, 2.0°, og tíu sinnum frá byrjun Heklugossins,
kaldastan 10. júlí ’47, 1.8°, og heitastan 9. nóv. ’47 og 19. sept. ’48,
2.3° í bæði skiptin. Og upptök Nýjabæjarlækjar voru 3.0° 10. ág.
1945 og 3.1° 24. júlí 1948.
Eftirtektarvert er, að kolsýruloftsins verður ekki vart fyrr en í tals-
verðri fjarlægð frá gosstöðvunum í Heklu. Loddavötn eru um 7 km
frá næsta eldgíg síðasta goss og hinar kolsýrulautirnar enn fjær.
Þetta kann að þykja benda til, að kolsýran hafi komið aðra leið en
gosið sjálft upp frá bergkvikunni í djúpinu og jafnvel óháð hinum
gosefnunum.
Samt er það skoðun mín, að hvort tveggja hafi verið samferða
mikinn hluta leiðarinnar upp og kolsýran hafi þá, ásamt öðrum
rokgjörnum efnum, verið uppleyst í hraunkvikunni. Þegar kvikan
nálgaðist yfirborð jarðar og þrýstingur utan að henni minnkaði,
skildust rokgjörnu efnin að mestu frá henni í sprengingum. Nú er
gosið hætt og hraunrásin lokuð, en búast rná við, að kvikuleifar