Náttúrufræðingurinn - 1948, Blaðsíða 35
Ingólfur Davíðsson:
Athuganir á mómýrum
Sumarið 1930 athugaði ég lítillega mómýrar á nokkrum stöðum
hér á landi. Ferðaðist fyrst með próf. Guðmundi G. Bárðarsyni
um nágrenni Reykjavíkur, og eru þverskurðir þaðan gerðir eftir
mælingum hans. Síðan athugaði ég mómýrar á þremur stöðum í
Fljótslilíð, tveimur í Reykjadal í Þingeyjarsýslu, tveimur í Hrísey,
tveimur í Svarfaðardal og fimm'á Árskógsströnd, gerði þverskurð-
arriss og tók sýnishorn til rannsóknar á öllum stöðunum. Ekki
framkvæmdi ég frjógreiningu, en athugaði sýnishornin aðeins með
skolunaraðferð og vann að því í jarðfræðistofnuninni Danmarks
Geologiske Unders0gelse hjá próf. Knud Jessen, sem leiðbeindi mér
og staðfesti ákvarðanirnar. Dýraleifarnar ákvarðaði Harald Tham-
drup og efni öskulaganna próf. O. B. Bpggild.
Fer hér á eftir skrá yfir jurta- og dýraleifar, sem fundust í món-
um. Staðirnir eru taldir í sömu röð og tölusettir eins í skránni og á
þverskurðarmyndunum. Guðmundur Kjartansson hefur teiknað
upp myndirnar til prentunar.
Það, sem hér fei á eftir, var fullritað í apríl 1931, en síðan hafa
þeir Hákon Bjarnason og Sigurður Þórarinsson gert rniklu nánari
rannsóknir á öskulögum í jarðvegi og birt ritgerðir um þær.
Öll dýr, sem nefnd eru í skránni, eru maurategundir.
I. ÁRSKÓGSSTRÖND
1. Gala
Plöntur: Smákvisti, starir (Carex), elftingar (Equisetum), hor-
blaðka (Menyanthes trifoliata) og mosajafni (Selaginella selagino-
ides).
Dýr: Oribata sp.
6