Náttúrufræðingurinn - 1948, Page 42
Ingimar Óskarsson:
Nafngiftir plantna
Eins og mörgum mun vera kunnugt, ber hver einasta þekkt
plöntutegund alþjóðlegt lieitþ sem nefnt er vísindanafn hennar og
er ætíð skráð á latínu. Nafnið er aldrei styttra en tvö orð. Er fyrra
orðið lieiti ættkvíslarinnar, en hið síðara (eða hin síðari) tegunda-
heiti, sem oftast ber í sér merkingu einhverra ytri einkenna eða
eðlis, sem viðkomandi planta hefur.
Sem dæmi má nefna: Ranunculus acris, sem við nefnum brenni-
sóley á íslenzku. Hér er fyrra orðið Ranunculus sameiginlegt heiti
allrar sóleyjarættkvíslarinnar, en orðið acris, sem þýðir beiskur, er
tákn um eðli tegundarinnar, enda eru blöðin beisk á bragðið.
Stundum hefur svo farið, að tveir eða fleiri grasafræðingar hafa
því sem næst samtímis lýst nýrri plöntu og gefið henni nafn án
þess að vita hvor af öðrum. Á þann hátt skapast tvö eða fleiri vís-
indanöfn á sömu tegund, og hefur það oft valdið óþægindum og
jafnvel ruglingi á meðal vísindamanna. Einnig er það lítt þægilegt
fyrir alþýðu manna, sem notar þessi nöfn, þegar flórur ýmissa landa
hafa hver sitt nafn á sömu tegund. Nú eru grasafræðingar að reyna
að koma þessu í betra horf þannig, að elzta nafn hverrar tegundar
eigi að gilda. Oft er örðugt að komast að réttri niðurstöðu í þess-
um efnum og ekki annarra meðfæri en mjög lærðra vísindamanna.
Á meðan breyting þessi er að fara fram, má búast við allmikilli
ringulreið á vísindanöfnum í ýmsum flórum og öðrum ritum
grasafræðinga. En breyting þessi ætti að verða mikill ávinningur,
ekki einungis fyrir vísindamenn, heldur fyrir námsfólk og áhuga-
menn, sem nota mikið vísindanöfn.
Snemma á tímum urðu til nöfn á plöntum á hinum margvíslegu
þjóðmálum. Sér í lagi var algengum plöntum og þeim, sem voru
til einhverra nytja, gefin nöfn, og urðu stundum til mörg nöfri á
sömu plöntu.