Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 48

Náttúrufræðingurinn - 1948, Side 48
94 NÁTTÚRUFR/EÐINGURINN En sjö árum síðar, þ. e. 1941, skllgreinir skógræktarstjórinn þetta nánar í bæklingi sínum, „Leiðbeiningum um trjárækt", og kemur þar með nýtt nafn á S. hybrida, en það er gráreynir. Hvenær þetta heiti hefur orðið til eða liver hefur myndað það, veit ég ekki, en samkvæmt framar skráðu hefur það tæplega komið í notkun fyrir 1934. Og notkun þess er nær eingöngu bundin við Reykjavík. Af þessum fjórum íslenzku nöfnum, sem tilgreind liafa verið, munu tvö aðallega vera í notkun nú: silfnrreynir og gráreynir. Hin aðflutta Sorbus-tegundin, sent mjög svipar til S. liybrida, er Siorbus intermedia L. Önnúr vísindanöfn hennar eru sem hér segir: S. scandica Fries., S. suecica Krok., Hahnia suecica Dipp., Aria suecica Kvehne, Pyrus intermedia Ehrh. og Crataegus suecica L. Stærð og vaxtarlag S. intermedia er mjög líkt og á S. hybrida, en blöðin eru greinilega frábrugðin. — Þau eru egglaga eða sporlaga, með misstórum, meira og minna tenntum sepum, aldrei fjöðruð neðan til. Neðra borð blaðanna lóhært, og er lóin lausari en á S. hybrida, ef strokið er eftir blöðunum. Þegar líður á sumarið, gerist efra borð blaðanna mjög gljáandi, einkum í sólskini, og er þetta ágætt einkenni til þess að aðgreina umræddar tegundir. Á dönsku er S. intermedia nefnd seljer0n, á norsku svensk asal eða máved, á sænsku oxel og á þýzku Swedische Melilbeere eða Popenbaum. En livað heitir þetta virðulega tré þá á íslenzku? Um réttmætt íslenzkt nafn á því ríkir nokkur óvissa. Norðanlands er reynirækt mest á Akureyri, en þar kom þessi tegund ekki til sög- unnar fyrr en nær 20 árum síðar en S. hybrida, samkvæmt Ársritum Ræktunarfélags Norðurlands, enda miklu sjaldgælari þar nú en hún. Mér viíanlega fékk S. intermedia aldrei neitt sjálfstætt nafn á Akur- eyri, og svo mun hafa verið að minnsta kosti liam um 1940. S. hybrida-nöfnin, norskur reynir og silfurreynir, voru notuð á hana eftir geðþekkni Iivers og eins, og í Ársriti Skógræktarfélags íslands 1933—34 eru joessar umræddu 2 tegundir nefndar sama nafninu: silfurreynir, eins og áður er sagt. Það er ekki fyrr en 1941, að ákveðið nafn á S. intermedia birtist á prenti og stendur það í áðurnefndum bæklingi, „Leiðbéiningum um trjárækt", eftir Hákon Bjarnason. Þetta nafn er silfurreynir. Nafnið Bornhólmsreynir er og notað lítið eitt á meðal danskra garðyrkjumanna hér, en hefur mér vitanlega ekki verið notað í prentmáli. Þá má geta þess, að í 3. útg. Flóru íslands eftir Stefán Stefánsson, en hún er nú í prentun, eru 2 íslenzk nöfn látin fylgja

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.