Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 5
HVERSU MÖRG ERU HEKLUGOSIN? 67 því gosi lýsingar á eldri Heklugosum, sem nefnd eru í annál hans, til að punta upp á frásagnir eldri annála. Með ofangreind sjónarmið i huga hef ég grúskað dálitið í íslenzkri eldfjallasögu, einkum sögu Heklu. Með hliðsjón af þessum rannsókn- um, sem þó er langt frá því lokið, mun ég nú freista að gera nokkru nánari skil spurningunni, sem ég varpaði fram í upphafi þessarar ritgerðar: Hversu mörg eru Heklugosin? Tímans vegna verð ég að stikla á stóru og ræða einkum þau gos, sem ég er annarrar skoðunar um en Thoroddsen. Fjögur fyrstu gos Heklu eru samkvæmt annálum gosin 1104, 1158, 1206 og 1222. Fátt er um þessi gos vitað utan ártölin ein, og þau ekki svo örugg, að ekki geti skeikað 1—2 árum, en ekki sé ég ástæðu til að efa, að gosið 1104 hafi raunverulega verið eldsuppkoma hin fyrsta i Heklufelli siðan Island byggðist. Rannsóknir Guðmundar Kjartans- sonar á Hekluhraunum og rannsóknir mínar á öskulögum á Heklu- svæðinu, ber að sama brunni um það, að Hekla hafi tekið sér margra alda hvíld, sem ekki er ótítt um eldfjöll. Ég sé heldur ekki að svo stöddu ástæðu til að efa, að næstu þrjú gos hafi raunverulega átt sér stað, en tel líklegt, að eitt þeirra hafi ekki vcrið í hinni eiginlegu Heklu, a. m. k. ekki eingöngu, heldur i Rauðöldum, sem eru eldvörp tvö suðvestan við sjálft Heklufellið, en sem næst í framhaldi Heklu- hryggsins. Rauðöldur hafa vafalítið gosið, eftir að sögur hófust, og er vart öðrum gosum til að dreifa en einhverjum þessara þriggja og þá hklegast gosinu 1222, en ekkert verður sagt hér um með vissu. Fimmta gos í Heklu telur Thoroddsen gos árið 1294, og telur það til stórgosa Heklu. Ég hef lengi verið vantrúaður á þetta gos, einkum vegna þess, að vitað er með vissu um stórgos í Heklu 6 árum siðar, árið 1300. Eina heimildin um gos 1294 er Oddaverja annáll, varð- veittur i pappírshandriti frá síðai’i hluta 16. aldar (A.M. 417 4to), og talið líklegt, að það sé handrit þess manns, er tók annálinn saman. í þessum annál segir um árið 1294: „Eldur hinn fimmti í Heklufelli með svo miklum mætti og landskjálfta, að víða í Fljótshlíð og Rang- árvöllum og svo fyrir utan Þjórsá sprakk jörð og mörg hús féllu af landskjálftanum og týndust menn. Ganga mátti þurrum fæti yfir Rangá af vikrar falli. Víða í lónum og þar sem af kastaði straumn- um í Þjórsá var svo þykkt vikurin, að fal ána. Svo sögðu og kaup- menn, er hingað komu um sumarið eftir, að þessu megin Færeyja voru víða svartir flákar á sjónum af vikrinni.“t 1) G. Storm, Islandske Annaler, bls. 485.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.