Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 11

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 11
HVERSU MÖRG ERU HEKLUGOSIN? 73 hefur þó verið hér um Heklugos að ræða, því að þess er ekki fremur getið. Gæti þetta hafa verið skýjauppdrif yfir fjallinu eða e. t. v. ein- hver eldsuppkoma austur af fjallinu, og hafi mökkinn borið í Heklu séð frá Skálholti. Gossins 1636 hef ég áður getið. Lýsing Gísla biskup á þvi, skrifuð sumarið 1637, tekur af allan vafa um það, að það hefur verið úr háhrygg Heklu. Þar eð Thoroddsen hefur ekki þekkt til lýsingar Gísla biskups á þessu gosi, en hún er sú merkasta, sem til er um gosið, birti ég hana hér orðrétta í þýðingu Jónasar Rafnars. Þeir, er fylgdust með síðasta Heklugosi, munu veita því eftirtekt, hversu lík þessi tvö gos hafa verið, a. m. k. hvað sprengigos snertir. Þau hafa og varað álíka lengi. Lýsing Gísla er sem hér segir: „Ár 1636. Þann 15. maí tók Heklufjall að brenna með hræðilegum eldum (i áttunda skipti, að sagt er); það var hér um bil um tíundu stundu að kvöldi, þegar sól á þessum tíma árs er gengin hér undir sjóndeildarhring. Brauzt loginn upp úr gíg í fjallinu, er veit í suður, og eins og hóf sig upp um reykháfa eða strompa, sem ýmist vom tveir, og það var oftast, eða sex, sem sjaldnar var, eða sjö til átta. Fylgdi með dökkur vikur og gjall af grjóti, sem brunnið var af ofurhita eldsins, ásamt ógur- legum brestum, svo sem af þmmum eða mörgum fallbyssum, sem þeysa úr sér blýkúlum og púðri, svo að jörðin i nágrenninu virtist öll hristast og skjálfa, eins og vant er að vera í jarðskjálftum. Þótt ekki sæist nema það, sem nærri var loganum, þar sem nótt var á og dimmt í lofti, þá heyrðust samt brestir þessir langt að, þvert og endilangt um alla skækla landsins í kyrrviðri, ýmist ákafari eða væg- ari, eða þeir lágu alveg niðri með köflum. Eimyrjan eða askan, sem upp sté, þakti eigi aðeins og sverti alveg fjallið sjálft (sem er eins stórt og önnur snæviþakin fjöll), heldur þéttist hún í skýmökk og barst til fjarlægustu staða, eftir því sem vindar blésu, og þar fyrst féll hún niður eins og smágert regn í kyrm og hægu veðri. Síðan þeyttist hún fyrir vindum í skafla, eins og þurr snjór, og varð svo mikil, að sumstaðar tók fyrir dagsljósið og varð dimmra en um nótt. Ibúarnir urðu óttaslegnir og yfirgáfu nokkra nálæga bæi, en mál- nytupeningur snerti ekki við sýktu grasinu vegna remmu og óholl- ustu. En þótt þessi gos af eldi, reyk og eimyrju hafi mjög sjatnað með vetrarkomunni, þar sem líklegt er, að gosefnin í iðrum fjallsins hafi bmnnið út og rénað, þá hafa þau samt sézt, þótt strjálli séu, fram í byrjun þessa árs, 1637, og stöðugt fram á vor, ekki einungis í fjallinu sjálfu, heldur einnig í nágrenninu. En nú hafa þau fölsknað

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.