Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 13

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 13
HVERSU MÖRG ERU HEKLUGOSIN? 75 Eitt af gosunum á Heklusvæðinu: Gosið á Lambafit 1913. — One of the eruptions in the Hekla area: The eruption on Larnbafit Í913. — Ljósm. Kjartan Guðmunds- son, 30. IV. 1913. eldur sézt í hrauninu vestur af fjallinu 1754, en varað aðeins i þrjá daga. I skrá yfir Heklugos síðar í eldfjallasögunni er þetta þó talið til Heklugosa og hefur þaðan komizt i Heklugosaskrár ýmissa fræði- manna, erlendra sem innlendra. Hvergi er þessara elda annars staðar getið, og ekki telur Eggert þá sjálfur til Heklugosa, því að hann skrif- ar í Ferðabókina rétt á eftir, að Hekla hafi nú haft hljótt um sig í meira en 70 ár.1 Ekki skal því þvemeitað, að frásögn Eggerts af þessum jarðeldi hafi við eithvað að styðjast, en vafasamt verð ég að telja það, og vart verður þetta talið Heklugos. Ef til vill fer einhverjum aðdáendum Heklu gömlu nú að þykja nóg komið um fækkun Heklugosa, enda verður hér staðar numið, gosin 1766, 1845 og 1947 verða hvort eð er ekki með neinu móti frá henni tekin. 1 meðfylgjandi töflu er skrá yfir Heklugosin og gos á Heklusvæð- inu samkvæmt ofangreindu, og er til hliðsjónar birt skrá gerð eftir eldfjallasögu Thoroddsens. Sem sjá má af þessari töflu fækkar gos- unum í Heklufelli sjálfu um fjögur, þ. e. gosin 1294, 1578, 1619 og 1725, og vafi leikur á um gosið ca. 1440 og eitt af gosunum fyrir 1300, 1) Reise igiennem Island, bls. 869.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.