Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1953, Page 33
Sigurður Þórarinsson: „Útdauðir” íiskar í fullu fjöri Mörg furðuleg kvikindi liafa verið dregin upp úr úthöfunum sið- ustu áratugina, en ekkert mun þó hafa vakið meiri athygli en fiskur sá, sem suður-afríkanskur togari fékk í botnvörpu sína nálægt Mada- gaskar í desember 1938. Þessi fiskur, sem var hálfur annar metri á lengd, stálblár að lit og vó 58 kg, var svo ólíkur öllum öðrum fiskum, er skipstjórinn hafði séð um dagana, að hann hringdi til náttúrugripa- safnsins í borginni East-London í Suður-Afríku, þegar hann kom til hafnar þar, og skýrði frá þeim merkilega fiski, sem hann hefði um borð. Forstjóri safnsins, J. B. L. Smith, prófessor, var fjarverandi, en aðstoðarstúlka hans, fröken Courtney Latimer, kom á vettvang. Hún sá þegar, að hér var um frumstæðan fisk að ræða og hirti hann. En þegar prófessorinn kom heim, vissi hann ekki hvort hann átti fremur að gleðjast eða gráta. Fiskur sá, sem fröken Latimer hafði hirt, reynd- Latimeria chalumnœ. Fiskur veiddur norðvestur af Madagaskar 1938. (Or 111. London News).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.