Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 3

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 3
Náttúrufr. — 27. árgangur — 2. hefti — 49.-96. siða — Reykjavik, júlí 1957 Ingólfur Daviðsson: Suðræn skógartré „Trén eru eins og kvenfólkið, síbreytileg, órökræn og indæl“, sagði rithöfundurinn Villy Risör nýlega. Og hver þekkir alla leynd- ardóma skógarins? Frá örófi alda hafa höfðingjar og spekimenn haldið ráðstefnu og dóma undir stærstu trjánum, hver í sínu um- dæmi. Það búa andar í trjánum, samkvæmt þjóðartrúnni, og inni í skóginum gátu ýmsar vættir og skógardísir verið á sveimi. Menn blótuðu skógarlundi í fornöld, einnig hér á landi. Skógurinn er gjöfull. íslenzk hús voru öldum saman reft birki. Fénaður gekk nær sjálfála í skógunum. Viður var brenndur til kolagerðar. í miklum skógarlöndum var skógurinn mönnum ná- lega allt. Hann gaf efni í vögguna, húsið, plóginn, skipið, kistuna, vopnin o. s. frv. Jafnvel kolin eru leifar fornra skóga. Viðurinn heldur velli þrátt fyrir tilkomu ýmissa gerfiefna og fer viðarnotkun jafnvel vaxandi. Það er allt annað að handleika trjávið en öll önn- ur efni. Hann er lífrænn og geymir í sér ilm og ýmis fleiri einkenni hins lifandi skógartrés. Smiðurinn finnur „líf“ í viðnum, og jafnvel í unnum við má sjá æðastrengina, árhringana, kvistina og ýmis lit- brigði eða „myndir“ í viðnum. Löngum hefur mikill hluti jarðarinnar verið vaxinn skógi. Á kolatímabilinu, fyrir tugmilljónum ára, var skógurinn allur ann- ar en nú. Þá voru burknar, elftingar, jafnar, grös o. fl. stóreflis skóg- artré. Okkur þykir þetta næsta undarlegt. Flestir þekkja litla tófu- grasið, sem hvarvetna vex í sprungum og klettagjótum. Eða lítum á elftingarnar á þúfnakollum og árbökkum og snarrótarpuntinn á túnum og grundum. Hugsum okkur þessar algengu jurtir orðnar að risavöxnum trjám, elftingarskóga á mýrlendi, kletta og urðir huldar laufi burknatrjáa. Úti á grundum gengjum við milli sívalra

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.