Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 4
50
NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN
sto£na grasstráa og sæjum puntskúfana bærast í golunni, hátt yfir
höfðum okkar, líkt og værum við komin í pálmaskóga lieitu land-
anna. Steingerfingar sýna að svona hafa skógar jarðarinnar eitt sinn
verið. Steinkolin eru nytsamlegar leifar hinna æfafornu skóga. Risa-
skordýr og flugeðlur, sem vel hafa getað hremmt mann, sveimuðu
um loftið. Þessi dýr lifa enn í þjóðsögum um fljúgandi dreka, og
steinrunnin beinin hafa varðveitst í jarðlögum. „Eftirlegukindur“
horfins dýralífs munu geta leynzt lengi a. m. k. í hafdjúpunum.
Nýlega fannst t. d. fiskur af forneskjulegri gerð suður í höfum.
Hann var áður kunnur úr fornum jarðlögum aðeins, en kom nú
Ijóslifandi fram á sjónarsviðið. Stórkostlegar breytingar hafa hvað
eftir annað orðið á gróðri og dýralífi jarðarinnar. Austur í Kína
fundust nýlega risatennur úr mönnum eða mannöpum, sem álitið
er að hafi verið hálfur þriðji metri á hæð í lifandi lífi. Þetta minnir
okkur á tröllasögurnar gömlu. Skyldi vera fótur fyrir þeim aftur
í grárri forneskju? Nýjustu rannsóknir benda til þess, að mannkynið
og menningin séu miklu eldri en álitið hefur verið til skamms tíma.
Ennþá eldri er samt gróðurinn. Til eru lifandi tré, eldri en ís-
lands byggð. Þetta eru risafurur og rauðviðartré. Þau voru vaxin úr
grasi fyrir löngu, þegar Ingólfur Arnarson steig hér fæti á land og
voru stórviðir á dögum Jóns Arasonar. Hvað verður úr mannsæv-
inni í slíkum samanburði?
Skógar geta verið næsta ólíkir. íslenzki birkiskógurinn er bjart-
ur og skógsvörðurinn gróðurmikill, oft fullur af berjalyngi og fögr-
um blómum. Þyngra er yfir norrænu barrskógunum. Víða í barr-
skógabeltinu er hægt að ferðast dögum saman og sjá ekki annað en
skóg. Greni- og furustofnarnir rísa eins og geysimiklar súlur. Það er
oft þungur þytur í trjáliminu, vindurinn næðir einhvers staðar hátt
uppi. En niðri á skógsverðinum er logn og mollulegt — og jörðin
þakin barrnálum. Eiga sumir óvanir erfitt með andardráttinn í
slíkum skógum og finnst þeir vera lokaðir inni. Lítið er þetta samt
hjá frumskógum hitabeltisins. Þar sér maður ekkert frá sér; allt er
ein græn flækjubenda og breiða, full af skordýrum og hvers kyns
kvikindum. Og hávaðinn oft yfirgengilegur. í norrænum skógum
er ein eða fáar trjátegundir ríkjandi, en í frumskógunum vex allt
í hrærigraut, það birtist ný trjátegund því nær við hvert fótmál.
Það, sem annarsstaðar er jurt, er hér „runni eða risatré“. Skógurinn
er þarna tvær eða fleiri hæðir. Skuggaþolnu trén lifa niðri í grænu