Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 6
52 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN standa til að álmtré, sitkagreni o. £1. trjátegundir muni ná hér álit- legri hæð, þegar tíma líða. „Skógur vex þar engi utan björk og þá lítils vaxtar", ritaði Arngrímur lærði fyrir nokkrum öldum. Mikill hluti láglendis og neðanverðra hlíða hefur að öllum líkindum verið vaxinn birkiskógi á landnámsöld. Kjarr hefur teygt sig langt upp eftir hlíðum og inn á heiðar. En ekki hafa skógar íslands ætíð verið svo lítils vaxtar. Endur fyrir löngu var loftslag á fslandi miklu hlýrra en nú. Þá uxu hér skógar suðrænna trjáa. Þetta var fyrir mörgum milljónum ára, óra löngu áður en sögur hófust. En trjá- leifar í fornum jarðlögum sýna, að gróður hefur um skeið verið hér álíka gróskumikill og nú gerist á Suður-Englandi og Frakklandi. Síðar gengu ísaldir yfir landið og eyddu gróðrinum. Samt er hald- ið, að ýmsar tegundir t. d. björkin, hafi lifað hér af, a. m. k. síðustu ísöld. Gróðurríki íslands er fremur fábreytt. Jökullinn hefur drep- ið fjölmargar tegundir. Síðan bætist við svalt loftslag og síðast en ekki sízt má kenna einangrun landsins um fábreytni gróðursins — nú á tímum. Á síðustu áratugum hafa verið fluttar inn til ræktun- ar fleiri tegundir jurta, trjáa og runna en fyrir voru villtar í land- inu. Mörgum er unun að því að föndra við timbur og flestir með- höndla það með öðru og ljúfara hugarfari en stein, málma og önn- ur dauð efni. Skal hér vikið ofurlítið að viði og notkun nokkurra trjátegunda, einkum suðrænna. — í skógum heitu landanna vaxa tugir og jafnvel hundruð trjátegunda á sama svæðinu hver innan um aðra. Víða er óhollt loftslag í frumskógunum og lítt fært um þá nema með „öxi og eldi“. Það er ekki hægt að „ganga á endann" með skógarhöggið eins og í barrskógabeltinu, heldur þarf að leita tré hverrar tegundar uppi og safna saman af stóru svæði. Gerir þetta hagnýtingu skóganna dýra og erfiða. í hitabeltinu vex mikið af ýmsum harðviðartrjám. Sá viður er sterkur, en góð verkfæri þarf til að vinna hann. Var það lítt fært fyrir verkfæralitla frumbyggja skóganna. Tekkviður (indverska eikin, Tectona grandis) er harður og þungur, rauðbrúnn eða brúngulur á lit. Hann sekkur í vatni nýhöggvinn. Skordýr sækja ekki í tekkvið og naglar ryðga ekki í honum og bleytu þolir hann prýðilega. Þykir ágætur smíðaviður og mikið eftir honum sótzt t. d. í hurðir, glugga, til herskipasmíða o. fl. nota. Tekktréð er risavaxið tré, verður um 40 m. hátt og bolur-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.