Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 16
62
NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN
Guðmundur Kjartansson:
Frá Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi
Ökugarpurinn Páll Arason, sá sem ferðaskrifstofuna hefur í
Hafnarstræti, var svo hugulsamur að bjóða mér með í fjölmenna
og skemmtilega hópferð í bílum austur í Öræfi núna um páskana.
Þetta tækifæri notaði ég til þeirra athugana, er hér verður frá sagt.
En fyrst þykir mér hlýða að fara nokkrum orðum um tilefnið til
þeirra athugana.
Á Breiðamerkursandi fara fram stórkostlegar landslagsbreyting-
ar á vorum dögum. Myndirnar (1. og 2.) sýna, að þar hefur mikið
um skipazt frá því er dönsku landmælingamennirnir voru þar að
verki árið 1903, og þangað til svæðið var ljósmyndað úr lofti sumar-
ið 1954. Ýmsir kunna þá sögu betur en ég, en það, sem hér fer á
eftir, hef ég að mestu eftir Kvískerjamönnum: Birni Pálssyni (d.
1953) og sonum hans Flosa og Sigurði. Sjálfur hafði ég komið þarna
aðeins einu sinni áður, sumarið 1944.
Um 1930 náði Breiðamerkurjökull enn fram að fremstu ruðn-
ingsöldunum, sem sjást á 2. mynd. En upp úr 1933 tók hann að stytt-
ast mjög ört. Kom þá í ljós mikil lægð, sem jökullinn hafði áður
fyllt, að baki aldnanna. Urðu þar lón1) af jökulvatni, og fara þau
sfstækkandi eftir því sem jökullinn styttist. Eitt þeirra hefur verið
nefnt Jökulsárlón, og aðeins það kemur hér við sögu. Um hin skal
vísað til greinar eftir Jón Eyþórsson í Jökli (1951, bls. 15). Áður
spratt Jökulsá á Breiðamerkursandi upp undan sjálfum jökulsporð-
inum og beljaði sem hvert annað auravatn í breytilegum farvegum
hinn skamma veg til sjávar. Þá varð hún að taka við öllum þeim
aur, sem jökullinn ruddi í upptök hennar, og því var henni um
megn að grafa sig niður og komast í fastan farveg. En síðan lón tók
að myndast með jökulsporðinum, hefur allt hið grófara efni jökul-
ruðningsins legið eftir í því og áin sífellt grafið sig niður. Löngum
rann hún úr lóninu í tveimur álum, og urðu farvegir þeirra æ stöð-
1) 1 Skaftafellssýslu er venja að kalla stöðuvötn lón, en ár eru þar oft kall-
aðar vötn.