Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 20
66 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN til að taka vatnssýnishorn og mæla liita á ýmsu dýpi. Unnsteinn Stefánsson efnafræðingur í Fiskideildinni hefur síðar mælt seltu í vatnssýnishornunum, sem við tókum. Við renndum lóði í botn aðeins á þessum eina stað og hittum þegar á 76 m dýpi. Það var nýtt dýptarmet í Jökulsárlóni, eins og fyrr var sagt. Á sama stað á 70 m dýpi var vatnshiti 1,8° og selta 12,97%0. Athugun okkar á 50 m dýpi á sama stað mistókst: Hitamælir- inn sýndi 0,6°, þegar tækið var dregið upp, en það hafði ekki snú- izt við, eins og það á að gera, og því er sennilegt, að mælirinn hafi sýnt of lágt hitastig. Flaskan með vatnssýnishorninu, sem þarna var tekið, brotnaði í flutningnum suður. Á sama stað við yfirborð var vatnshiti 0,2° og selta 10,82%o. í útfalli Jökulsár úr lóninu var hiti 0,35° og selta 10,72%o, hvort tveggja við yfirborð. Við vesturbakka Jökulsár á ferjustaðnum mældist selta 10,95%o. Ekki entist okkur tími til fleiri athugana að þessu sinni. En þeir Kvískerjabræður hafa fullan hug á að halda áfram dýptar-, hita- og seltumælingum í Jökulsárlóni, eftir því sem þeim gefst tóm til á næstu missirum, og forráðamenn Fiskideildar hafa góðfúslega lánað tæki til slíkra athugana. Þess skal getið til samanburðar við seltuna í Jökulsárlóni, að i sjónum undan Suðurlandi er seltan um 35%0. Af því er einsætt, að h. u. b. þriðjungur af vatni lónsins er sjór. Alls staðar í Eystrasalti, jafnvel að meðtöldum dönsku Beltunum og Eyrarsundi, er minni selta (undir 12%0) en í Jökulsárlóni. Þó er þar sjór kallaður. Má því vel til sanns vegar færa, að Breiðamerkurjökull sé tekinn að ganga í sjó fram. Að því er menn bezt vita, gerir hann það nú í fyrsta sinni, eftir að land byggðist, og að öllum líkindum fyrsta sinni síðan í ísaldarlok. Á næstliðnum áratugum hefur Breiðamerkurjökull hörfað ein- ungis af veðurfarslegum ástæðum, og — þótt það kunni að láta í eyrum sem öfugmæli — leiddi sú hörfun til þess, að hann endar nú í sjó. Nú virðist einsætt að nýtilkomin selta og aukin hlýja í Jökuls- árlóni, vegna samgangs við sjó, muni herða á undanhaldi Breiða- merkurjökuls. Allar horfur eru á, að áhrif sjávarins fari vaxandi ár frá ári: Lónið stækkar stöðugt og mun nú nálægt 4,5 km2 að flatar-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.