Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 30
76 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN Fólínsýra..... 0,25 mg Pyridoxín .... 33,0 microgr. C-bætiefni .... 3,0 mg A-bætiefni ....... 375 alþj. ein. Bíótín 9,0 D-bætiefni....... 5 — — Hitaeiningar 60 Engin ostrutegund lifir við strendur íslands, því miður. Og ræktun á ostrum hér við náttúrleg skilyrði tel ég útilokaða. Ég gat þess hér að framan, að fundizt hefðu í sorphaugum stein- aldarmanna, auk ostruskeljanna, kræklingsskeljar og hjartaskeljar. Þykir það benda eindregið til þess, að fiskur þessarra skeltegunda hafi verið notaður til fæðu á líkan liátt og ostrurnar, enda báðar algengar í Danmörku, og einmitt þær tegundir, sem mest eru hag- nýttar til matar í Evrópu að ostrunni undanskilinni. Krækling (krákuskel, Mytilus edulis) þekkja flestir, þessa þunnu og aflöngu, blásvörtu skel, sem er odddregin að framan og spinnur sig fasta, oft í stórum klösum, á bryggjur og gamla skipsskrokka. Tegundin er mjög útbreidd á .grunnsævi á norðurhveli jarðar, allt norður á 71. breiddarstig (við Grænland). Við strendur íslands er krækl- ingurinn mjög algengur, nema undan suðurströndinni, því að lífs- skilyrði fyrir hann þar eru miður góð. í mörgum löndum Evrópu svo og í Norður-Ameríku er kræklingurinn ræktaður, bæði til beitu og fæðu, og er talinn einna ljúffengastur allra matskelja, auk þess sem hann er næringarríkur; hann er sérstaklega auðugur af eggjahvítuefnum. Þau Evrópulönd, sem neyta mest af kræklingi, eru: Bretland, Holland og Frakkland. í Frakklandi er geysimikil kræklingsrækt og hefur verið það öldum saman, jafnvel allt frá því á 13. öld. Skeljarnar eru taldar söluhæfar 5—8 ára gamlar. Á síðari árum hafa Danir gert töluvert að því að þurrka og mala kræklinginn og nota mjölið í hænsnafóður, og hefur það reynzt ágætlega, meðal annars hefur skurnið á eggjunum orðið sterkara. Fóðurblanda þessi hefur t. d. inni að halda 71,41% kalciumsölt og 13,21%kolhydröt. Hér á landi var kræklingur mikið notaður til beitu fyrr á tím- um og er jafnvel enn gert á stöku stað, en fiskurinn hefur lítið verið etinn, og hafi það verið gert, þá var það meira af rælni eða fordild heldur en í fullri alvöru. Fyrir nokkrum árum var þó gerð tilraun með að hafa krækling á boðstólum sem verzlunarvöru; var skelfiskurinn þá dósaður. Eftir því sem mér hefur verið tjáð, þá

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.