Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 33
HAGNÝTINGSKELDÝRA 79 2. mynd. Kúfskel (C. islandica). a, sýnd Erá hægri hlið. b, hjör beggja skeljanna. mæti þess, er aflað var af V. mercenaria, jafngilti hálfri sjöttu milljón dollara árið 1948, og af M. arenaria var framleitt fyrir meira en 2 milljónir dollara. Fyrir nokkrum árum birtist skýrsla um bætiefnainnihald nefndra tegunda og kom þá í ljós, að þær eru með beztu bætiefnagjöfum að því er snertir B12. Eru 6—9,7 micro- grömm af B12 í hverju grammi af fiskinum þurrkuðum. Undan ströndum Kaliforníu lifa um 400 tegundir skelja, og a£ þeim eru veiddar til einhverra nytja um 60 tegundir. Er það senni- lega hærri tala en nokkurt annað ríki getur státað af. Margar af þessum tegundum eru ágætis matskeljar. Eru flestar þeirra af sömu ættum og þær, sem við þekkjum frá ströndum íslands, svo sem báruskeljar, öður, hörpudiskar, freyjuskeljar og tígulskeljar. Þrátt fyrir allt þetta er geysimikið flutt inn í landið af Quahog frá aust- urströnd Bandaríkjanna. Af því sjáum við, að þær skelfisktegundir, er menn nytja, eru síður en svo einhliða, og er þetta mikill kostur, því að næringarefnainnihald tegundanna er töluvert mismunandi. í Bandaríkjunum er árleg framleiðsla af skelfiski ca. l/3 af verð- mæti allrar fiskframleiðslu þar, auk nokkurra milljóna dollara, sem ostrumjöl handa alifuglum gefur í aðra hönd.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.