Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 34
80 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN Nú vendi ég mínu kvæði í kross og sný mér að sjálfri skelinni, hinum mikla verndara skeldýranna. Litur og gerð skeljanna eru svo margvísleg, að þeim verður naumast takmörk sett. Þetta hafa ýmsar þjóðir fyrir löngu notfært sér í hagnaðarskyni með því að framleiða úr skeljunum margvíslega muni, bæði til gagns og feg- urðarauka. Mest eru þær skeljar hagnýttar, sem hafa svo nefndan perlumóðugljáa (Mother-of-pearl). Hlutir þeir, sem unnir eru úr skeljunum, segjum við í daglegu tali, að séu úr skelplötu; við tölum um skelplötutölur, skelplötusköft (á pennahnífum) o. s. frv. Skel skeldýranna er venjulega gerð úr 3 lögum; yzt er þunnt, oft hornkennt lag, það er hýðið; þá kemur tiltölulega þykkt lag úr kalkkenndu efni, conchiolini, og innst er svo harðara efni með mis- miklum gljáa á innra borði, það er skelplötuefnið. Því meiri lit- brigði eða litskraut, sem er á innra borði skeljarinnar (að öðru jöfnu), því verðmætari er skelplatan. Þær tegundir, sem mesta hag- ræna þýðingu hafa í þessum efnum, eru Margaritifera, Trochus og Haliotus. Af Margaritifera eru veiddar ýmsar tegundir til fram- leiðslu á tölum; skeljarnar eru nokkuð flatar og geta borið ýmsan lit: hvítan, gulan, grænan og svartan. Skeljarnar eru komnar frá hinum fjarlægustu stöðum, svo sem Vestur-Ástralíu, Nýju Guineu, Suðurliafseyjum, Indlandseyjum, Mið-Ameríku og víðar að. Banda- ríkin eru stærsti innflytjandinn af hvítri Margaritifera, úr henni eru meðal annars framleidd hnífasköft. Trochus er hávaxinn snigill, hann er náskyldur silfrunum, sem erlendir saumakassar eru skreyttir með. Hann er mikið veiddur við strendur Ástralíu og er meðal annars notaður í smáa skelplötuhnappa. Árið 1947 var veiðin við Ástralíu 499 tonn. Fiskurinn úr Trochus er einnig hagnýttur, hann er soðinn, þurrkaður og síðan reyktur. Haliotus er dálítið einkennilega lagaður kuðungur, með lágri hyrnu og geysivíðum loklausum munna, og er vinstri munnröndin með smá- götum (perforeruð); sjálft dýrið er eftirsótt til átu. Lengd og breidd skeljarinnar er oftast í kringum 20 cm, en sumar tegundirnar eru minni, aðrar stærri. Úr skelinni, sem er mjög litfögur, eru gerðar tölur og sylgjur, svo og plötur til inngreypingar. Kuðungur þessi, er nefna mætti gliteyra á íslenzku, er veiddur við strendur Kali- forníu, við Japanseyjar og víðar. Motrurnar okkar, glufumotran og Ijóramotran, eru nánir ættingjar gliteyrans. í Ameríku gengur skel- dýr þetta undir nafninu Abalone. Ýmsar skeljategundir, bæði sam-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.