Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 35
HAGNÝTING SKELDÝRA
81
lokur og kuðungar, komnar víðs vegar að úr heiminum, úr söltu
og ósöltu vatni, eru notaðar til sams konar framleiðslu og þessar
3 umræddu tegundir, en að skýra frá þeim öllum yrði allt of
langt mál.
Það er mál manna, að skelplötuiðnaður liafi fyrst byrjað í Aust-
urríki fyrir 200 árum, og voru fyrstu skeljarnar, er notaðar voru,
sóttar í Rauðahafið. Iðnaður þessi færði síðan smátt og smátt út
kvíarnar, svo að nú má segja, að höfuðstöðvar hans séu í eftirtöld-
um 9 löndum: Bandaríkjunum, Austurríki, Ungverjalandi, Frakk-
landi, Ítalíu, Spáni, Þýzkalandi, Bretlandi og Japan. í Bandaríkj-
unum eru aðalverksmiðjurnar í New York og í grennd við borg-
ina. Sem dæmi um magn framleiðslunnar get ég nefnt, að árið
1948 voru í Bandaríkjunum búnar til skelplötutölur (auk alls
annars skelplötuvarnings) fyrir hvorki meiri né minni pening en
tæpar 14 milljónir dollara. Það verða 244 millj. og 800 þús. krónur
í íslenzkum peningum með því gengi, sem nú er.
í sambandi við skelplötuiðnaðinn hefur þróazt sérstæð mynd-
list. Hún er þannig, að á litla skelplötu er í conchiolin skeljarinnar
greypt einhver mynd, oft brjóstmyndir manna, og er skelplötulagið
haft sem bakgrunnur. Standa ítalir fremstir manna í þessari list,
einkum Napolí-búar. Á gripum þessum er oft dásamlegt hand-
bragð; er talið að um 90% af framleiðslunni sé selt úr landi, og
raunverulega fer meira út úr landinu, því að ferðamenn eru sólgnir
í að kaupa þessa gripi. En skeljar í þetta eru vandfengnar, eru
helzt notaðar Cassis-tegundir, sem eru hálfhettulaga kuðungar og
lifa í Indlandshafi, einkum við Austur-Afríku og í Karabíahafi.
Litur bakgrunnsins er talinn skipta mestu máli, en smekkur manna
á litunum breytist eins og svo margt annað, og verða framleið-
endurnir að haga sér eftir því.
Nokkrar íslenzkar samlokur og kuðungar hafa perlugljáa, svo
sem: aða (Modiola modiolus), ægisdrekka (Lima excavata) og rán-
arbuðli (Volutopsis islandicus). Ægisdrekkan er stór og tiltölulega
flöt skel og því efnismikil; tel ég mjög líklegt, að hægt væri að
framleiða úr lienni tölur. Skeldýr þetta lifir í töluvert ríkum mæli
úti fyrir vesturströndinni, en þar sem það finnst ekki nema utan
við 200 m dýptarlínu, yrði sennilega nokkuð kostnaðarsamt að
afla skeljanna.
Það er ekki svo óalgengt í höfum, er liggja að Miðjarðarhafs-