Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 38
84 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN þar við nýtingu þeirra til sementsvinnslu. Eins og alþjóð er kunn- ugt, þá er sementsverksmiðja hér í uppsiglingu. En til sements- gerðar þarf mikið af kalki, svo að grípa varð til þess ráðs að leita á náðir skeldýranna, þar sem land okkar er svo kalksnautt. Hér koma skeljarnar til með að vinna stórt hlutverk — hlutverk, sem engan fyrir 20 árum liefði rennt grun í, að þar ættu eftir að vinna. Til þess að gefa lesendum mínum örlitla hugmynd um það magn af kalkefni, sem skeldýrin hafa skilað aftur til þeirrar höfuðskepnu, er hefur alið þau um milljónir ára, skal ég geta þess, að á 10 fer- kílómetia svæði í Faxaflóa undan Akranesi er nægilegt vinnsluefni handa tilvonandi verksmiðju í 200 ár. Og afrakstur verksmiðjunn- ar verður þvíþættur, því að auk sementsins á hún að geta framleitt allt að 20 þúsund tonn árlega af áburðarkalki. Hér er því ekki um nein smávægileg verðmæti að ræða. Nú þegar hefur verið dælt á land 215 þúsund tonnum af skeljasandi. Þær skeldýrategundir, sem stuðlað hafa að myndun sandsins eru sjálfsagt margar og margar þeirra smáar. I Faxaflóa eru um 40 tegundir skeldýra, og hafa sjálf- sagt flestar Jreirra að einhverju leyti lagt sinn skerf til sandmynd- unarinnar. Ein þeirra skelja, er ég álít að hafi leikið hér stórt hlutverk, er tígulskelin (Spisula solida var. elliptica). Þetta er smá skel, en kalkauðug, og er mergð af henni í Flóanum; töluvert af heillegum skeljum hennar finnst í vinnslusandinum. Þá kem ég að síðasta atriðinu um nytsemi skeldýra, en þ. e. bein notkun þeirra til alls konar skreytingar. Við þekkjum það öll, að til eru menn, er hafa mjög ríka hneigð til að safna jurtum og ýms- um dýraflokkum, án þess þó að gera það í vísindalegum tilgangi Og safnendunum finnst þá mest í varið að ná í eitthvað fágætt, skrautlegt eða sérkennilegt að útliti. Sumir nota þessi söfn (ef þau eru þess eðlis) til að prýða með híbýli sín, sviplíkt því og þegar þau eru skreytt fágætum málverkum. Sumir dýraflokkar eru vel fallnir til slíkra hluta, þar á meðal skeljar og kuðungar. Erlend- is gera margir mikið að því að safna að sér skeldýrum úr ýmsum áttum, bæði úr sjó, úr vötnum og af landi. í heittempruðu belt- um jarðarinnar er fegurð og fjölbreytni tegundanna oft undursam- leg. Sé smekklega valið, er hægt að nota margar tegundir til þess að prýða með íbúðarherbergi. Þetta má gera með ýmsu móti; með- al annars er hagkvæmt að raða skeljunum á þar til gerðar glerhill- ur, eða hafa þær innan í glerhylkjum, einnig mætti festa skeljarn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.