Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 39
HAGNÝTINGSKELDÝRA 85 ar beint á veggina. Menn mega ekki halda, að það séu eingöngu suðrænar tegundir, sem nothæfar eru í þessum tilgangi. í norðlæg- um höfum eru ýmsar tegundir, sem komið gætu til greina; má benda þar á sumar kóngategundirnar, t. d. finnakóng og péturs- kóng. Svo miklir ferðalangar erum við íslendingar nú orðnir, að litlum vandkvæðum er bundið fyrir okkur að taka heim með okk- ur eitthvað af hinum suðrænu skrauttegundum til þess að prýða með híbýlin. Jafnframt væri hægt að skapa meira samræmi, ef gripum, gerðum úr ýmsum tegundum skelja, væri komið fyrir inni á milli hinna einstöku skeltegunda. Það er háleit list fólgin í gerð skeljanna, einkum snigilhúsanna, og þarf enginn að bera kinnroða fyrir því að setja þau við liliðina á listaverkum snillinganna, enda þótt list þessi hafi ekki verið metin til peninga. Malajar og Súdannegrar nota vissar tegundir skelja til að gera útlit sitt glæsilegra, svo sem í ennisdjásn, armbönd, sem bönd um fótleggi og í hálsmen. Stundum fylgja ákveðnir töfrar þessari skreyt- ingu. Ég hef nú skýrt frá því markverðasta af því, hvernig skeldýrin eru nytjuð, og hve mikið af verðmætum þau geta í té látið. Þau eru því ekki eins lítilsigld og margur vill vera láta. Ég tel, að við ís- lendingar höfum ekki gefið þessum dýrum nægilegan gaum. Við eigum okkar nytjaskeldýr eins og nytjafiska eða nytjajurtir. Ég vona, að ekki líði á löngu, áður en við skiljum það fyllilega og kunnum að hagnýta okkur það. Áskell Löve: Varhugaverðar framfarir Síðan tæknibyltingin mikla hófst, hafa framfarir orðið stórstíg- ari með ári hverju víðast hvar í heiminum, og þótt sumir hafi dregist aftur úr á sumum sviðum vegna fátæktar, hefur velmeg- unin aukizt svo jafnt og þétt hina síðustu áratugi alls staðar, að eftirbátarnir eru farnir að draga töluvert á hina, sem á undan fóru áður. Á þetta kannski ekki sízt við um íslendinga, sem eflaust lifa

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.