Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 44
90
NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN
Sitt af hverju
„Dalgolan“ á Austurlandi.
Að morgni hlýrra og bjartra sumardaga, þegar sól er í hæsta
hring, leggur frá heiðum og fjöllum ofan þægan, hlýjan vind, sem
strýkur blítt um vanga og gleður geð. Þessi þýði þeyr streymir um
dali og breiða byggð fjalla milli allt á haf út frá morgni til mið-
dags. Þá lygnir um stund, en brátt rennur af hafi gagnstæða slóð,
svalur gustur yfir alla byggð inn til dala og heiða — Fjallaþeyrinn
og hafrænan skipta deginum með sér til faðmlags við byggð og ból.
Veturinn, á tímabili hækkandi sólar, á einnig sitt sérstaka ein-
kenni í fari vinda. Það er Dalgolan, sem svo er nefnd á Austur-
landi. Hún streymir ekki jafnt yfir alla byggð, eins og fjallaþeyrinn
og hafgolan, heldur aðeins á tilteknu, afmörkuðu sviði, og á sín
séreinkenni, sem brátt segir. Hún er kunnust á Jökuldal. Má vera,
að nafnið sé af því dregið, sbr. Jökulsá á Dal. Vera má einnig, að
nafnið sé af almennari uppruna.
Dalgolan streymir af heiðum ofan, eins og fjallaþeyrinn, eftir
frostharðar lognnætur. Fyrst að morgni er hún sem mjór strengur
meðfram Jökulsá, fyllir aðeins gljúfur og gil árinnar og leikur um
gilbarmana. Fram til hádegis eða miðdags fer hún smávaxandi að
umfangi upp um og upp yfir neðstu hjallana og nær loks upp yfir
bæjaraðirnar beggja megin ár, en fyllir ekki dalinn heiðarbrúna
milli sem venjulegir vindar. í hlíðum dalsins ofan marka Dalgol-
unnar er logn og sólskin. Golan er jafnstreym sem vatnsrennsli,
býsna straumhörð og sárbitur, svo að beitarfénaður hefur ekki við-
nám í henni og sækir upp í lognið ofan takmarka hennar. Þarna
streymir hún milli undirhlíða dalsins með lognhjúp loftsins sem
þak. Mörkin eru svo skörp að standa má með annan fótinn í Dal-
golunni en hinn í logninu. Að ganga úr logninu niður fyrir golu-
mörkin er sem að steypa sér í kalt vatn.
Dalgolan fylgir farvegi Jökulsár til ósa og streymir á haf út.
Þegar kemur út um miðja Hróarstungu verður aðhald hennar ekki
nema á aðra hliðina. Breiðir hún þá úr sér um sléttlendið til sjáv-
ar. Um sólarlag hefur hún runnið skeið sitt.
Vegna hins sárbitra kulda Dalgolunnar var það almennt ájit, að