Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 46
92 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN liefur DDT einnig verið notað með góðum árangri, til þess að úða með ávaxtatré og akra. Af öðrum tegundum skordýraeiturs er til mikill fjöldi, og má segja, að þar hefur hver til síns ágætis nokkuð. DDT og öðru skordýraeytri er nú dreift um mýrar og móa, yfir akra og skóglendi, af jörðu og úr lofti. Allsherjar sókn er hafin gegn skordýrunum og herskarar þeirra hníga í valinn. En hér og þar leynast nokkrir einstaklingar, sem lifað hafa af ógnirnar. Þessi skordýr hafa að vísu fengið sinn skammt af eitrinu, en þau voru að eðlisfari þannig gerð, að þau þoldu eitrið, jöfnuðu sig því fljótt og auka nú kyn sitt ákaflega. Hver kynslóðin kemur eftir aðra og allar eru þær að eðlisfari þannig, að DDT gerir þeim ekkert mein. Tegundin er breytt. Eitrið hefur engin áhrif á hana. Þetta skæða vopn mannsins er gagnslaust. Það var á Ítalíu vorið 1947. Á sléttunum við Tíbetfljót hafði með góðum árangri verið unnið að útrýmingu húsflugu með DDT, en hún hafði verið þar skæður smitberi, borið iðrasýkla. Einn góðan veðurdag fundust þarna nokkrar húsflugur, sem reyndust þola eitrið. Þær voru fluttar á rannsóknastofu og látnar auka þar kyn sitt, og sjá! allir afkomendurnir þoldu DDT. Eiginleiki þessi var því sýnilega arfgengur. Fyrst var haldið, að hér væri um áður óþekkt afbrigði af húsflugu að ræða og fékk það í bili nafnið Musca domestica, var. tiberiana. Við nánari rannsókn kom þó í ljós, að afbrigði þetta var eins og aðaltegundin að öllu öðru leyti en því, að það þoldi DDT. Fréttir tóku nú að berast hvaðanæva af eiturþolnum húsflug- um. Kom það í ljós bæði við austanvert Miðjarðarhaf, í Suður- Ameríku og á Nýja-Sjálandi, að þar sem stöðugt var notað DDT til útrýmingar á skordýrum fór að bera á eiturþolnum húsflugum eftir 2 ár. Og það reyndust vera fleiri skordýr en húsflugan, sem myndað gátu eiturþolin afbrigði. Það var í Grikklandi árið 1951, að sér- fræðingar í útrýmingu moskítóflugna urðu í nokkrum þorpum varir við moskítóflugur, sem þoldu DDT. Ástandið á þessum stöð- um versnaði ár frá ári, og flugurnar fóru líka að þola aðrar teg- undir skordýraeiturs, svo sem chlordane og dialdrine. Árið 1954 varð vart við eiturþolnar moskítóflugur á Java, 1955 bæði í Saudi- Arabíu, Nigeríu og Bandaríkjunum. Lýs, sem þoldu DDT, fund- ust á hermönnum í Kóreu 1951 og síðar víða um heim, þar sem

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.