Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 47
SITT AF HVERJU
93
skordýraeitur þetta hafði verið notað til lengdar. Það var alls stað-
ar sama sagan. Hið gamla góða skordýraeitur var að verða gagns-
laust. Skordýrin voru breytt. Þau höfðu tekið framförum.
Gerðar hafa nú verið í Bandaríkjunum nákvæmar rannsóknir
á DDT-þolnum húsflugum. Hefur komið í ljós, að í líkamsvefj-
um þessarra flugna, einkum í skurninni, finnst gerhvati (enzym),
sem breytt getur DDT-eitrinu í annað efni, sem er flugunum óskað-
legt. Sams konar gerhvati hefur síðar fundizt í DDT-þolnum moskí-
tóflugum frá Trínidad. í venjulegum húsflugum, sem ekki hafa
orðið fyrir verkunum af DDT hefur þessi gerhvati enn þá ekki
fundizt.
Nú hljóta að vakna þessar erfðafræðilegu spurningar: Hefur hið
arfgenga eiturþol, þ. e. myndun hins sérstaka gerhvata, hjá flugun-
um komið fram við hin stöðugu áhrif eitursins á flugurnar kyn-
slóð eftir kynslóð? (Lamarkismi). Eða, hafa alltaf verið til nokkr-
ir einstaklingar af flugum, sem höfðu þennan gerhvata eða gátu
myndað hann undir eins og eitrið verkaði á þá, og bjargað þannig
lífi sínu, þegar allar aðrar flugur féllu í valinn? (Darwinismi). Með
erfðafræðilegum tilraunum hefur verið sannað, að það síðarnefnda
er tilfellið. í þeim hlutum Nígeríu, t. d., þar sem ekkert skordýra-
eitur hafði verið notað, reyndust 0,04% af moskítóflugunum hafa
eitt stakt kon, er gert gæti ílugurnar ónæmar fyrir díaldríne, en í
öðrum hlutum landsins, þar sem lengi hafði verið notað díaldríne
til útrýmingar á moskítóflugum, reyndust 90% af flugunum bera 2
slík kon, þ. e. eitt konapar, enda þoldu þessar flugur allar eitrið.
Hæfileikinn til þess að geta þolað ýmsar eiturtegundir er þannig
til með örfáum einstaklingum hverrar flugutegundar, en til þess
að hann komi áþreifanlega í Ijós og verði einkennandi fyrir tegund-
ina, þarf að drepa alla hina einstaklinga hennar með tilsvarandi
eitri. Má segja, að framfarasporin hjá flugunum séu dýru verði
keypt.
Sigurður Pétursson.
Amínósýrur og gammageislar.
Það vakti heimsathygli, þegar þýzki efnafræðingurinn Wöhler
framleiddi í fyrsta sinn þvagefni á ólífrænan hátt. Þetta gerðist
árið 1828, en fram til þess tíma hafði verið talið útilokað að líf-