Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 50
96 NÁTTÚRUFRFÆÐINGURINN prismum. Ekki hefur þó ennþá náðst sá árangur, að hægt sé að vera án íslenzka silfurbergsins. Sigurður Pétursson. Háplöntuflóra Evrópu. Nú er hafinn undirbúningur að útgáfu Evrópuflóru, og var þess full þörf þó að fyrr hefði verið. Að vísu eru til fjölmargar flórur einstakra landa álfunnar, en ýmsar þeirra eru orðnar hálfrar aldar gamlar, og gætir þar því margs konar ósamræmis við útgáfur nýrri rita. Auk þess eru hin mörgu tungumál, sem bækur þessar eru ritaðar á, slæmur þröskuldur á vegi þeirra manna, sem á þeim þurfa að halda við vísindaiðkanir. Samræmd heildarútgáfa eða bók yfir allar háplöntur álfunnar með tilliti til nýjustu þekkingar á því sviði, væri því mörgum kærkomin. í bókinni eiga að vera greiningarlyklar og stutt lýsing af hverri jurt ásamt útbreiðslu í stórum dráttum. Þá verður greint frá tölu litþráða, ef um hana er vitað. Ekki er enn fullráðið á hvaða máli bókin verður skrifuð; er helzt búist við því, að hún verði á 2 málum, ensku og latínu. Nokkur svæði álfunnar verða ekki tekin með í bókina, svo sem Svalbarði og aðrar íshafseyjar, Kýpur og nokkrar eyjar í austan- verðu Eyjahafi. Auk þess verður sleppt þeim hluta Rússlands, sem Flóra Komerovs frá 1939 fjallar um. í útgáfunefnd þessa fyrirhugaða ritverks eru eftirtaldir menn: N. A. Burges, prófessor í grasafræði við háskólann í Liverpool. V. H. Heywood, kennari í grasafræði við sama háskóla, og er hann formaður nefndarinnar. D. H. Valentine, prófessor í grasafræði við háskólann í Durham. S. M. Walters, umsjónarmaður grasasafnsins við háskólann í Cambridge. T. G. Tutin, prófessor í grasafræði við háskólann í Leicester. D. A. Webb, prófessor í grasafræði við háskólann í Dublin. I hverju landi verða svo aðstoðarmenn (Regional adviser) einn eða tveir eftir aðstæðum.1) Svo er ráð fyrir gert, að útgáfa flórunnar standi yfir í 10—12 ár. Ingimar Óskarsson. 1) Á íslandi er ráðinn einn: Ingimar Óskarsson, grasafræðingur. — Ritstj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.