Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
13
virðast telja vatnsfarvegina myndaða við flutning árinnar innan
farvegasvæðisins og því misgamla.
Þótt höfundur hafi nokkuð verið við athuganir á Jökulsá á Fjöll-
um, verður það þó ekki mikið kallað. Þar hafa aðrir menn gert
miklu meira. Tillag liöfundar er því fyrst og fremst hugmynd þess-
arar kenningar, svo og sú undirbygging, sem hægt er að fá með
athugun við skrifborðið. Mestar rannsóknir á Jökulsárgljúfrunum
hefur dr. Sigurður Þórarinsson framkvæmt. Niðurstöður rannsókna
hans hafa birzt í nokkrum greinum og þá fyrst í skýrslu til raf-
orkumálastjóra á árinu 1959, „Some geological problems involved
in the hydroelectric development of the Jökulsá á Fjöllum, Ice-
land“. Sigurður benti fyrstur fræðimanna á, að Ásbyrgi væri grafið
af vatni.
Hugmyndin um stórkostleg landmótunaráhrif mjög stórra vatns-
flóða er ekki höfundar, heldur lærð, er hann dvaldist í Bandaríkj-
unum veturinn 1965—66 við Idahoháskóla. Við Columbiaána í
Washingtonfylki í Bandaríkjunum eru mjög stór gljúfur, flest
þurr, — meðal þeirra hið fræga Grand Coulee. Amerískur jarðfræð-
ingur, J. Harlen Bretz, kom fram með þá kenningu árið 1923, að
þessi gljúfur væru til orðin í gífurlegum vatnsflóðum. Hún mætti
í fyrstu mjög mikilli andstöðu jarðfræðinga, ]ní að hún þótti
brjóta eitt grundvallarlögmál jarðfræðinnar — að nútíminn er lykill
fortíðarinnar.
Árið 1910 var kortlagt af jarðfræðingnum Pardee víðtækt kerfi
strandlína í dölum Montanaríkis í Bandaríkjunum. Þetta var sett
í samband við jökulstíflað vatn í dölum þessum á ísöld. Flóðin
og þetta vatn voru ekki tengd saman fyrr en 1942, að Pardee kort-
lagði gríðarstór fylgjuummerki við norðurenda þessa kerfis strand-
lína og útskýrði sem straumfyrirbæri frá þeim tíma, er vatnið
tæmdist. Var þá fengin skýring á hlaupunum, og hefur síðan áhang-
endum kenningar Bretz mjög fjölgað, og er varla nokkur alvarlega
þenkjandi jarðfræðingur í þessum hluta Bandaríkjanna, sem rengir
hana í dag. Á ensku eru þessi flóð kölluð „catastrophic floods“,
sem ég hygg, að bezt sé yfirfært á íslenzku með því að kalla þau
hamfarahlaup. Rúmmál vatnsins í Montana var yfir 2.000 km3,
og rennsli í hámarki skipti milljónum m3/sek.
Veturinn 1965—1966 sá höfundur mörg þessara fyrirbæra á Col-
umbiasléttunni í Washingtonfylki í Bandaríkjunum og fannst