Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 virðast telja vatnsfarvegina myndaða við flutning árinnar innan farvegasvæðisins og því misgamla. Þótt höfundur hafi nokkuð verið við athuganir á Jökulsá á Fjöll- um, verður það þó ekki mikið kallað. Þar hafa aðrir menn gert miklu meira. Tillag liöfundar er því fyrst og fremst hugmynd þess- arar kenningar, svo og sú undirbygging, sem hægt er að fá með athugun við skrifborðið. Mestar rannsóknir á Jökulsárgljúfrunum hefur dr. Sigurður Þórarinsson framkvæmt. Niðurstöður rannsókna hans hafa birzt í nokkrum greinum og þá fyrst í skýrslu til raf- orkumálastjóra á árinu 1959, „Some geological problems involved in the hydroelectric development of the Jökulsá á Fjöllum, Ice- land“. Sigurður benti fyrstur fræðimanna á, að Ásbyrgi væri grafið af vatni. Hugmyndin um stórkostleg landmótunaráhrif mjög stórra vatns- flóða er ekki höfundar, heldur lærð, er hann dvaldist í Bandaríkj- unum veturinn 1965—66 við Idahoháskóla. Við Columbiaána í Washingtonfylki í Bandaríkjunum eru mjög stór gljúfur, flest þurr, — meðal þeirra hið fræga Grand Coulee. Amerískur jarðfræð- ingur, J. Harlen Bretz, kom fram með þá kenningu árið 1923, að þessi gljúfur væru til orðin í gífurlegum vatnsflóðum. Hún mætti í fyrstu mjög mikilli andstöðu jarðfræðinga, ]ní að hún þótti brjóta eitt grundvallarlögmál jarðfræðinnar — að nútíminn er lykill fortíðarinnar. Árið 1910 var kortlagt af jarðfræðingnum Pardee víðtækt kerfi strandlína í dölum Montanaríkis í Bandaríkjunum. Þetta var sett í samband við jökulstíflað vatn í dölum þessum á ísöld. Flóðin og þetta vatn voru ekki tengd saman fyrr en 1942, að Pardee kort- lagði gríðarstór fylgjuummerki við norðurenda þessa kerfis strand- lína og útskýrði sem straumfyrirbæri frá þeim tíma, er vatnið tæmdist. Var þá fengin skýring á hlaupunum, og hefur síðan áhang- endum kenningar Bretz mjög fjölgað, og er varla nokkur alvarlega þenkjandi jarðfræðingur í þessum hluta Bandaríkjanna, sem rengir hana í dag. Á ensku eru þessi flóð kölluð „catastrophic floods“, sem ég hygg, að bezt sé yfirfært á íslenzku með því að kalla þau hamfarahlaup. Rúmmál vatnsins í Montana var yfir 2.000 km3, og rennsli í hámarki skipti milljónum m3/sek. Veturinn 1965—1966 sá höfundur mörg þessara fyrirbæra á Col- umbiasléttunni í Washingtonfylki í Bandaríkjunum og fannst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.