Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 24
16
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Flugmyndirnar, myndir 2—7, eiga að gefa hugmynd um hlaup-
farveginn fram yfir Jrað, sem orð geta lýst; myndir 2—5 eru af sjálf-
um hlaupfarveginum, eu myndir 6 og 7 eru frá Jökulsá á Brú, sem
er skyldust Jökulsá á Fjöllum af íslenzkum jökulám, hvað snertir
vatnsmagn, vatnasvið og aurburð. í Jökulsá á Brú er ekki vitað til,
að orðið hafi stórkostlegt jökulhlaup, og engin jarðfræðileg um-
merki eru um Jrað. Rækilegir myndatextar fylgja öllum þessum
myudum. Þær eru allar í sama mælikvarða — 1:50000.
4. Rök fyrir hamfarahlaupi og aldri þess.
Á mynd 2 sést Ásbyrgi og neðsti hluti Jökulsárgljúfra. Bergið í
Ásbyrgi, sem er stórkostlegasta myndun þessa hlaups, er þunnlög-
ótt dyngjugrágrýti, sem Kristján Sæmundsson jarðfræðingur (1973)
álítur myndað á síðjökultíma. Þetta grágrýti er sjálfsagt torgræft
venjulegu rennsli, en hefur verið mjög auðgræft hinu gífurlega
vatnsflóði, sem plokkað hefur jDetta þunnlögótta basalt mjög auð-
valdlega. Sigurður Þórarinsson (1959 og 1960) fann út í sínum
rannsóknum, að í farveginum frá Jökulsárgljúfri niður til Ásbyrgis,
svo og í botni Ásbyrgis, vantar í jarðvegssnið öskulagið H3 og ])að-
an af eldri öskulög. Aftur á móti finnast Jiau til hliðar við greini-
legustu farvegina, er blasa við á myndinni. Að sömu niðurstöðu
komst liann um hjalla Jjá og strandlínur, sem sjást á rnynd 3 ofar
í gljúfrunum, að ofan hjallanna eru H3 og hin eldri öskulög, en
Mynd 1. Kort, sem sýnir farvegi hamfarahlaupsins og Vatnajökul suður af
þeim með upptökum hlaupsins strikað. Farvegunum er skipt í svæði: I, næst
jökli, safnsvæði; 2, frá VaSöldu niður fyrir Arnardalsöldu, grjót og smágljúfur;
3, niður fyrir Grímsstaðanúp, blanda af safnsvæði og grjótum; 4, niöur undir
Selfoss, safnsvæði mest; 5, Selfoss—Axarfjörður, að mestu stórkostleg grjót og
gljúfur; 6, Sandsléttan í Axarfirði, safnsvæði. í töflu 2 er sama skipting.
Fig. 1. Map showing llie catastrophic flood. channel and Vatnajökull south
of Ihem with the source of the flood hatched. The channels are divided into
zones: 1, nexl to the glacier is an accumulation area; 2, next to Arnardals-
alda consists of scabland and shallow cataracls; 3, to the north of Grimsstaða-
núpur is an accumulation area with constrictions and scabtand in between; 4,
almost dozun to Selfoss is an accumulaiion area; 5, Selfoss—Axarfjördur, con-
sists mostly of scabland and enormous canyons and grcal dry cataracts; 6, the
della area in Axarfjördur is an accumulalion area. 'I able 2 gives the same
division into zones.