Náttúrufræðingurinn - 1973, Síða 30
22
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
gljúfrið við Hafragilsfoss svo og þrönga gljúfrið neðan við Detti-
foss, en hvorttveggja sést á 4. mynd.
A 4. mynd er einnig Hafragil, gamall farvegur Jökulsár frá því
fyrir gosið í Sveinum. Jökulsá hefur á þeim tíma runnið inn í
Hraundal ofan við Selfoss og síðan eftir honum til Hafragils.
Sveina-gosið var því allt austan Jökulsár. Hlaupið eldra hefur farið
um Hafragil og sýnir breidd þess og dýpt, að hér var ekki um
hlauphamfarir að ræða, þótt stórhlaup væri. Farvegur jökulsár inn
í Hraundal lokaðist litlu síðar en gosið var í Sveinum, er fram-
liald gossprungunnar til suðurs gaus.
Hlaup, eldra en H5, hefur runnið mjög vítt yfir hraunið hjá
Asbyrgi, og sjást farvegir J^ess á 2. mynd til hliðar við farveg ham-
farahlaups. hetta hlaup hefur myndað Ástjörn austur af Ásbyrgi,
og sjálfsagt eitthvað byrjað á sjálfu Ásbyrgi.
Hamfaralilaupið rennur við Ásbyrgi mun þrengra en hið eldra
hlaup gerði. Ástæðan er sú, að það féll í hina eldri farvegi, sem
voru nægilega stórir til þess að taka við hlaupinu til að byrja með,
en á tiltölulega stuttum tíma útvíkkar það farvegina og grefur
niður, unz botni Ásbyrgis er náð. Ef'tir það er eingöngu undan-
gröftur undan fossinum. Fossbrúnin er öl 1 jafngömul, og hætt hef-
ur að renna um hana alla samtímis. Hliðarveggirnir hafa aldrei
Mynd 5. Hlaupfarvegir nærri Hrossaborg og Grlmsstöðum. Á jiessu svæði eru
stórar eyrar, farvegir og strandlínur. Stærð hlaupsins sést af því, að þetta svæði,
sem á myndinni sést og er á milli 5 og 6 km á breidd, hefur allt verið undir
vatni samtímis og töluvert út fyrir það. Stærsti flóðfarvegurinn er Hrossa-
borgarfarvegurinn, og hefur í ltonum grafizt nokkuð utan úr Hrossaborg. Næst-
stærsti farvegurinn er nærri núverandi farvegi en þó miklu stærri en hann.
Eyrarnar eru nijög stórar um sig og nálgast á stöku stað að vera grjót. Sprungu-
stefnur og sigdældir hafa sums staðar áhrif á stefnu farvegs.
I'ig. 5. Catastrophic flood channels near Hrossaborg and Grimsstadir. In this
area there are large gravel bars, shoreline lerraces and alluvial cahnnels. The
flood size can be visualized through the fact ihat the entire area seen on the
photo, between 5—6 km wide, and even considerably more, xvas under water
at the same time. The biggest channel is the Hrossaborg channel and it has
eroded to a small extent tlie postglacial crater Hrossaborg. The second largest
channel is in the vicinity of the present course of the river but is very much
bigger. The gravel bars are very large and are almost like scablaxid at some
places. Graben areas and faultlines have had influence on the direction of
channels in some places.