Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 32
24
NÁTTÚ RUFRÆÐIN G U R1 N N
verið fossbrún, heldur myndaðir svona þverhnípt við undangröft.
Upprunalega eru farvegirnir tveir í Ásbyrgi, en þeir renna saman
vegna hliðargraftar undir fossinum, og eftir varð eyjan. Sams konar
fyrirbæri er algengt á Columbia-sléttunni, og eru þar mörg „Ás-
byrgi“.
5. Rennsli i hlaupinu.
Rennsli í hamfarahlaupinu er erfitt að áætla, þar sem streymis-
fræðilegar jöfnur hafa sjálfsagt ekki fullt gildi um fyrirbæri sem
þessi.
Rennsli er reiknað sem margfeldi af þverskurðarflatarmáli hins
rennandi vatns og meðalstraumhraða. í venjulegri á er hægt að
mæla Iivort tveggja í ánni rennandi. Þegar um jökulhlaup er að
ræða, er hvorugt hægt að mæla, meðan á hlaupinu stendur, en
reynt er að mæla yfirborðsstraumhraða og reikna út frá því meðal-
hraða, en þverskurðarflatarmál út frá flóðmörkum, eftir að hlaupi
er lokið. Þegar um forn jökulhlaup er að ræða, höfum við ekki
einu sinni yfirborðsstraumhraða til að styðjast við, en þá er hægt
að fara í streymisfræðilegar jöfnur og reikna út straumhraða út
frá halla árinnar. Hallann er stundnm hægt að finna eftir fornum
flóðmörkum. í öllum jressum útreikningum eru miklir skekkju-
valdar. Helztir eru, að hlaupfarvegur kann að vera sífelldum breyt-
ingum undirorpinn, og vitum við ekki lögun hans og þverskurðar-
flatarmál á hverjum tíma. I öðru lagi þurfa flóðmörk ekki að vera
samtíma ummerki alls staðar. Það liggur því í hlutarins eðli, að
áætlanir um rennsli í fornum jökulhlaupum hljóta að vera grófar
nálganir.
Nákvæm kort eru til af efri hluta Jökulsárgljúfra með 2 m hæðar-
línubili. Á þessum kortum er hægt að finna flóðmörkin og reikna
út Jrverskurðarflatarmál og halla. Neðst á hinu kortlagða svæði við
Réttarfoss og Vígabergsfoss eru mjög greinilegar strandlínur hlaups-
ins, og einnig er þar hægt að áætla nokkuð nákvæmlega, hversu
mikið hefur grafizt í farveginum, á meðan á hlaupinu stóð. Ástæð-
an til þess er sú, að gröfturinn hefur fyrst og fremst verið í hrauni,
sem runnið hefur eftir ísöld frá Sveinum niður eftir farvegi Jökuls-
ár. Leifar af þessu hrauni eru eftir beggja vegna árinnar, og er
Vígabergið frægast þeirra. Þótt rnikið hafi grafizt í þessum þver-