Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1973, Page 60
52 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Kristján Sæmundsson: Straumrákaðar klappir í kringum Asbyrgi Rákaðar klappir og hvalbök kannast flestir við og skýra hiklaust sem ummerki skriðjökla. Hér á landi hefur rákum af (jðrum toga verið lítill gaurnur gefinn, þótt af ýmsu sé að taka. Tilefni þess- arar greinar er athugun, sem ég gerði í Ásbyrgi nýverið. Þangað kom ég fyrst fyrir þremur árum og var þá lítt minnugur þess, hvern menn töldu aldur lnaunsins, sem gljúfrið er grafið í. Hugði ég það vera sama hraun og er í heiðunum suður af Kelduhverfi, vænt- anlega frá Þeistareykjabungu, og runnið snemma á nútíma. Er heim kom sá ég, að Ásbyrgishraunið var álitið vera frá hlýskeiði (Sig. Þórarinsson, 1959), og sætti ég því færis að athuga þetta nánar. í það sinn gekk ég upp á Eyjuna og liafði ég ekki langt farið, er fyrir mér urðu hvalbök þau og jökulrákir, að ég hugði, sem sýnd eru á meðfylgjandi myndum. Sneri ég frá fullur efasemda um að hraunið væri jafnungt og ég hafði haldið í fyrstu. Naumast yrði stætt á að halda jrví fram við nokkurn mann, að hvalbökin og rák- uðu klappirnar væru eftir ána, sem gróf gljúfrið. Hér var þó vissu- lega á ferðinni atriði, sem vert var að huga nánar að, en til þess gafst ekki tóm í það sinnið. Því var það, að ég fór enn á vettvang og hugðist nú leita af mér allan grun. Óvæntur liðsmaður hafði mér bætzt, þar sem var brezki jarðfræðingurinn G. P. L. Walker, en í nýútkominni grein (Walker 1972) segir hann, án þess þó að tilfæra nokkur rök, að Ásbyrgi sé grafið í hraunið frá Þeistareykja- bungu. Fór ég í þetta sinn um svæðið milli Jökulsár og Ásbyrgis og einnig um svæðið austan ár hjá Vestaralandi, og loks gekk ég frá Meiðavöllum suður á móts við Vesturdal. Þessu til viðbótar koma svo ýmsar athuganir á miklu stærra svæði í Kelduhverfi og Axarfirði, sem fylla í myndina. Eftir þessar athuganir tel ég mig fara nokkuð nærri um aldur hraunsins í veggjum Ásbyrgis og upp- tök þess; það er sem sé hvorki frá nútíma né hlýskeiði né heldur eru upptökin í Þeistareykjabungu. En niðurstaðan um rákuðu klappirnar varð sú, að þær væru í rauninni eftir ána. Umfram það,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.