Náttúrufræðingurinn - 1973, Qupperneq 60
52
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
Kristján Sæmundsson:
Straumrákaðar klappir í kringum Asbyrgi
Rákaðar klappir og hvalbök kannast flestir við og skýra hiklaust
sem ummerki skriðjökla. Hér á landi hefur rákum af (jðrum toga
verið lítill gaurnur gefinn, þótt af ýmsu sé að taka. Tilefni þess-
arar greinar er athugun, sem ég gerði í Ásbyrgi nýverið. Þangað
kom ég fyrst fyrir þremur árum og var þá lítt minnugur þess, hvern
menn töldu aldur lnaunsins, sem gljúfrið er grafið í. Hugði ég
það vera sama hraun og er í heiðunum suður af Kelduhverfi, vænt-
anlega frá Þeistareykjabungu, og runnið snemma á nútíma. Er
heim kom sá ég, að Ásbyrgishraunið var álitið vera frá hlýskeiði
(Sig. Þórarinsson, 1959), og sætti ég því færis að athuga þetta nánar.
í það sinn gekk ég upp á Eyjuna og liafði ég ekki langt farið, er
fyrir mér urðu hvalbök þau og jökulrákir, að ég hugði, sem sýnd
eru á meðfylgjandi myndum. Sneri ég frá fullur efasemda um að
hraunið væri jafnungt og ég hafði haldið í fyrstu. Naumast yrði
stætt á að halda jrví fram við nokkurn mann, að hvalbökin og rák-
uðu klappirnar væru eftir ána, sem gróf gljúfrið. Hér var þó vissu-
lega á ferðinni atriði, sem vert var að huga nánar að, en til þess
gafst ekki tóm í það sinnið. Því var það, að ég fór enn á vettvang
og hugðist nú leita af mér allan grun. Óvæntur liðsmaður hafði
mér bætzt, þar sem var brezki jarðfræðingurinn G. P. L. Walker,
en í nýútkominni grein (Walker 1972) segir hann, án þess þó að
tilfæra nokkur rök, að Ásbyrgi sé grafið í hraunið frá Þeistareykja-
bungu. Fór ég í þetta sinn um svæðið milli Jökulsár og Ásbyrgis
og einnig um svæðið austan ár hjá Vestaralandi, og loks gekk ég
frá Meiðavöllum suður á móts við Vesturdal. Þessu til viðbótar
koma svo ýmsar athuganir á miklu stærra svæði í Kelduhverfi og
Axarfirði, sem fylla í myndina. Eftir þessar athuganir tel ég mig
fara nokkuð nærri um aldur hraunsins í veggjum Ásbyrgis og upp-
tök þess; það er sem sé hvorki frá nútíma né hlýskeiði né heldur
eru upptökin í Þeistareykjabungu. En niðurstaðan um rákuðu
klappirnar varð sú, að þær væru í rauninni eftir ána. Umfram það,