Náttúrufræðingurinn - 1973, Side 63
NÁTTÚRUFRÆÐ I N GURI N N
55
að hraunið hefur runnið upp að allháum ásum, sem eingöngu eru
gerðir úr lausum efnum, möl og jökulurð, og er holtið norðan
Hljóðakletta þeirra hæst. Nokkrir gilskorningar skerast þarna inn
í hraunjaðarinn og við þann nyrzta sést, að jökulurð liggur einnig
ofan á hrauninu (4. mynd), ekki bara þunn botnurð, heldur heil
jiikulalda, sem liggur í sveig fyrst vestur og síðan suður á hraunið.
Innan við jökulöldu þessa sjást víða rákaðar klappir og stefna rák-
irnar úr SSA. Hér hefur jökull augljóslega skriðið fram á hraunið,
en aldrei náð lengra en að þessari jökulöldu. Gilskorningarnir í
hraunjaðrinum eru eftir jökulvatn, sem þá rann norður frá jökul-
röndinni, einkum þó eftir að jökullinn hopaði og jaðarlón uppi
undir Grjóthálsi tæmdust. Vestan við Svínadal er hraunjaðarinn
víða milli 40 og 60 m hár, og einnig þar skerast inn í hann djúpir
gilskorningar myndaðir á sama hátt. Hraunbrúnir eins og þessi hjá
Svínadal verða til í þunnfljótandi hrauni aðeins þar sem jrað mætir
jökli eða rennur í vatn. Öllu líklegra er, að hér hafi hraunið runnið
í vatn, skilgetið afkvæmi sitt reyndar, sem myndaðist, er það stífl-
aði Jökulsá ofan við Vesturdal og beindi henni þá leið, sem hún
hefur runnið lengst af síðan. Alllangt ofan við gilskorningana uppi
undir Grjóthálsi liggur svo aftur jökulalda og vatnshjallar langt út
á hraunið og er þar komin sama jökulaldan sem við kynntumst
áður vestan við Rauðhóla. Þessar jökulmenjar eru framhald jökul-
garða og lónahjalla, sem rekja má samfellt suður með Grjóthálsi
að Eilífsvötnum og áfram suður í Austaraselsheiði, þar sem þeir
sveigja vestur og renna saman við Reykjahlíðarjökulöldurnar norð-
an Mývatns (urn þær sjá Sig. Þórarinsson 1951). Þetta sýnir ótví-
rætt, að Stóra-Vítisdyngjan hefur myndazt á hlýindakafla fyrir síð-
ustu framrás jökla á þessum slóðum. A þessu framrásarstigi hefur
jökuljaðarinn legið frá Mývatni norður undir Axarfjörð, en ekki
beint austur á land eins og bækur kenna (Þorl. Einarsson 1971).
Þetta framrásarstig er af flestum talið svara til Búðaskeiðs á Suður-
landi, sem var kuldaskeið, og eru endalok þess látin marka upphaf
nútíma (sjá töflu 1). ,
Eldri jökulmenjar eru útbreiddar í Axarfirði og Núpasveit. Þar
eru straumlínulagaðir urðabingir og jökulplægðar botnurðir, sem
ná niður á láglendið og sýna glögglega, að jökulskriðið hefur í
meginatriðum stjórnazt af landslagi, er þær urðu til. Engar enda-
urðir sjást, og liafa jökultungurnar líklega náð í sjó fram. Augljós