Náttúrufræðingurinn - 1973, Blaðsíða 104
92
NÁTTÚRUF RÆÐ1NGURINN
Ingimar Óskarsson:
Skjaldbökueyjar
í Kyrrahafinu undan ströndum Ameríku og um miðbik jarðar ligg-
ur eyjaklasi mikill. Minnsta fjarlægð hans frá meginlandi Suður-
Ameríku eru 920 km, en frá Mið-Ameríku 1170 km. Eyjar þessar hafa
lengi verið taldar einar hinar mcrkustu í víðri veröld, og er því ástæða
til að spjalla um þær lítillega. Eyjarnar eru 12 að tölu auk fjölda
skerja og hólma. Heildarflatarmál þeirra er 7692 ferkílómetrar. 5
þeirra liggja norðan miðbaugs, þær: Abingdon, Bindloe, Tower, Cul-
pepper og Wenman; eru 2 síðastnefndar eyjar alveg nyrzt og alllangt
frá hinum. Sunnan miðbaugs liggja aftur á móti eyjarnar: Narborough,
James (stundum nefnd San Salvador), Indefatigable, Chatham,
Charles og Hood. Tólfta eyjan Albemarle (öðru nafni Isabelueyja) er
beggja megin baugsins, liggur baugurinn yfir norðurenda hennar. Sú
eyja er langstærst eða 5825 ferkm. Eyjamar lúta yfirráðum Ekvador,
og em þar nefndar í embættisskjölum ríkisins: Archipelago de Colon þ.
e. Kólumbuseyjar, en almenna hcitið á þeim er Galapagoseyjar þ. e.
Skjaldbökueyjar, því að spanska orðið Galapago þýðir skjaldbaka. I
þessari grein nota ég íslcnzka hcitið.
Allur þessi eyjaklasi er í rauninni ekki annað en útbrunnin eldfjöll
eða sennilega bara tindarnir einir af þeim. Ef til vill hefur verið þarna
í fymdinni risastórt eyland, sem sundrast hefur við eldsumbrot og
sumpart sokkið í sæ. Hinir 2000 eldgígar, sem em á eyjunum, bera
þess glöggt vitni, að einhvem tíma hefur gengið hér mikið á.
Mestur hluti yfirborðs eyjanna er hulinn holóttri og sundursprung-
inni blágrýtis-hraunstorku. Og flestar víkur og vogar, sem skerast inn í
eyjamar, em gömul gígaop, sem nú eru hafi hulin. Sumir vísindamcnn
eru þeirrar skoðunar, að upphaflega hafi meiri hluti eyjaklasans veríð
eitt eldfjall og megingígur þess hafi verið á eyjunni Indefatigable. En
hvemig svo sem eyjarnar hafa orðið til, þá em þær að minnsta kosti
í meira lagi hrjóstrugar. Strendurnar eru víða háar og klettóttar og
gróðurvana; aðeins á stöku stað eru ömijóar sandfjörur. Ofan við
strandbeltið er ofurlítill moldarjarðvegur hér og hvar, annaðhvort í