Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 5
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
127
er gott að strá í illa lyktandi og slæm kaun. Af blöðum jurtarinnar
má búa til smyrsli þannig: Maður tekur af blöðunum smásöxuð-
um 12 lóð, 24 lóð af nýju, ósöltuðu sauðasmjöri, sýður Jretta saman
um stund, síðan skal sía hið þunna frá, kreista vel úr því og geyma
síðan. Smyrsli þessi ern hið bezta rneðal að bera á verki, stirðar
taugar og tök. Blöð jurtarinnar þurrkuð og steytt í duft, mega og
blandast með srnjöri, 4 lóð af blöðunum móti 12 lóðum smjörs,
eru þá smyrsli þessi einkar góð til að græða sár og öll útbrot á hör-
undinu." — I’etta er svipuð notkun á vallhumlinum og tíðkaðist
fyrrum erlendis og áður hefur verið drepið á. Til forna voru mynd-
ir af vallhumli greyptar á grafþrær suður og austur í löndum, og
var vallhumallinn tákn svefns og drauma. Sums staðar í Frakklandi
tíðkaðist að leggja ofurlitlar vallhumalsblöðkur á augnalok sofandi
barna til að gefa jreim góða drauma. — Vallhumall vex víða um
Evrópu og austur um Síbiríu, alla leið til Kamtsjatka, Kína og
japans. Einnig vex liann í Kákasuslöndum, á Azoreyjum, klifrar
líka upp í Himalajafjöll, og Persar þekkja hann vel. Vallhumall
hefur borizt með mönnum til Grænlands, Norður-Ameríku, Chile,
Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þið munuð flest þekkja þessa stinnu,
spengilegu ilmjurt, sem ber livítar eða rauðleitar smákörfur í liálf-
sveip, og hefur „aðskil janlegar lækninganáttúrur“.
„Þau áttu börn og buru, grófu rcetur og muru.“
Silfurmura (tágamura). Latneska nafnið er Potentilla an-
serina, sem þýðir öflug, lítil gæsajurt. Silfurmura er hún kölluð,
af því að blöðin eru silfurhvítgljáandi af fíngerðum hárum á neðra
borði. Þessi silkihár draga úr útgufun. Tágamurunafnið er dregið
af renglum, sem vaxa út frá blaðhvirfingu niður við jörð. Tágarnar
eða renglurnar eru oft rauðleitar. Þær geta fest rætur nreð löngum
millibilum og bera þar smáblaðhvirfingar. Þannig fjölgar jurtinni
á kynlausan hátt, og hún smáfærir sig úr stað. En hún myndar líka
fræ og sáir sér. Blöðin eru stakfjöðruð og stilkstutt, smáblöðin
stærst framan til á blaðinu (sjá mynd). Stönglar liggja alveg við
jörð. Blómin eru stór, gul á lit og sitja einstök á uppréttum eða
uppsveigðum, fremur stuttum, mjúkhærðum leggjum. Líkjast fljótt
á litið sóleyjarblómum, en bikarinn er tvöfaldur, þ. e. bikar- og
utanbikarblöð. Jurtin er mjög auðþekkt á flötum, silfurgráleitum