Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 10
132 N ÁTT Ú RU F RÆfilN GURINN verjar o. fl. að nota arfann á ný til lækninga. Þurrkuð arfablöð gengu kaupum og sölum undir nafninu Herba bursae-pastoris og Herba sanguinea. Seinna nafnið er kennt við roða og blóð. Hvítryðsveppur (Cystopus candicans) ásækir stundum hjart- arfann, sem þá verður líkt og drifinn mjöli eða þakinn hvítri skorpu, sem flagnar af. Arfinn getnr þá líka orðið undinn og óeðli- legur að útliti og jafnvel drepizt. Sumir töldu sveppasjúka arfann öflugastan til lækninga, en hann verður eitraður fyrir búfé. Raun- ar sneiðir það fremur lijá honum. Líklega er notkun hjartarfans til lyfja að mestu lokið, en ef til vill verður hann áfram notaður við menningarsögulegar rannsóknir. Haugarfi (Stellaria media) er skæðasta illgresi á Islandi o. fl. norðlægum löndum með svölu og röku loftslagi. Hráslaginn á vel við hann. Oft er arfanum bölvað, og þegar talað er um arfa, er fyrst og síðast átt við haugarfann. Vísindanafnið er fallegt og þýðir stjörnublóm, meðalstórt. Þessi stjörnublóm arfans eru lítil, hvít á lit, og sitja á löngum blómleggjum. Krónublöðin eru 5, en þau eru klofin nærri niður í gegn, svo þau sýnast í fljótu bragði 10. Fyrst þegar blómknapparnir koma í ljós, sveigjast blómleggirnir niður, en rétta úr sér við blómgunina. Þegar krónublöðin eru visnuð að lokinni frjóvgun, beygjast blómleggirnir aftur niður, en reisa sig á ný við aldinþroskunina. Arfinn er lin jurt og vatnsmikil og leggjast hinir linu stönglar oft við jörð. Blöðin eru breiðlegglaga. Venju- lega eru bikarblöðin lengri en krónublöðin. Aldinið hýði, lengra en bikarinn. í vætutíð vex arfinn mjög ört og getur myndað stórar flækjur og vaxið ýmsum garðjurtum og sáðgresi yfir höfuð. Hann blómgast og ber fræ allt sumarið og er ákaflega frjósamur. Oft byrjar blómgunin í maí og getur staðið langt fram á haust, ef tíð leyfir. Haugarfinn er að vísu einær jurt, en fræin geta lifað rnörg ár í jarðveginum og spírað, þegar þau koma upp á yfirborðið, t. d. við jarðvinnslu. Ef rakað er yfir garð í sólskini, drepst fjöldi ung- jurta arfans. Búfé er sólgið í arfa og verður gott af honum, en flest fræin ganga ómelt niður af því og lenda í áburðinum og út um tún og haga. í töðusalla o. fl. moði er venjulega fjöldi arfafræja, sem geta borizt x áburð og haugstæði, sem þá verða verstu arfabæli. Nú er arfa í görðum víða eytt með lyfjum og sáðsléttur slegnar snemma til arfaeyðingar. í kalárum ber xnikið á því, að arfi (og varpasveif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.