Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 61
N ÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
183
Sigurður Þórarinsson:
Skeljungssteinn
Nokkuð innan við Silfrastaði í Skagafirði og skammt frá norður-
sporði vestari brúarinnar yfir Norðurá er grasi gróinn höfði. Á þess-
um höfða sést frá þjóðveginum steinn allmikill. Þetta er blágrýtis-
steinn, nokkuð veðraður, líkur pýramída í lögun frá þjóðveginum
að sjá og um 1 m á hæð. Sé steinninn athugaður nánar sést, að í
gegnum hann ofanverðan liggja tvær beinar pípulaga rásir sam-
hliða og með um 25 cm millibili. Er neðri rásin 78 cm löng, 8 cm
í þvermál í nyrðri endann en 5 í þann syðri. Efri rásin er næstum
1 m á lengd, og þvermál hennar til endanna 10 og 7 cm.
Steinn þessi lieitir Skeljungssteinn, og hefur hann vegna ofan-
nefndra rása orðið tilefni kunnrar þjóðsögu, sem hér verður ei
rakin, en lesendum vísað á Árbók Ferðafélags íslands 1946, eftir
Hallgrím Jónasson, sem endursegir þessa sögu Jrar á bls. 35—36.
Þess skal aðeins getið, að Skeljungur var afturganga sauðamanns
á Silfrastöðum, óvættur mikil, og segir þjóðsagan, að sonur bónd-
ans á Silfrastöðum hafi með spjóti sínu borað tvö göt í stóran stein,
er þá stóð á Grímshól skammt innan við Silfrastaði, og bundið
drauginn við þann stein með ólum ristum úr nautshúð, en draugn-
um tókst að draga steininn þangað, sem hann stendur nú, og heitir
hann síðan Skeljungssteinn.
En livernig eru þá rásirnar gegnum steininn til orðnar? Þær
liafa sína sögu að segja, ekki ómerkari en þjóðsöguna, þótt góð sé.
Þessar rásir eru för eftir granna trjáboli eða greinar, sem glóandi,
þunnfljótandi hraun hefur storknað utan um. Þess var getið af
undirrituðum í greinarkorni í Náttúrufræðingnum 1966, að för
eftir trjáboli væri að finna í gljúfri Kotár (áin raunar nefnd af
vangá Valagilsá í greininni, en leiðrétt síðar), skammt inn af brúnni
og beggja megin árinnar. Eru þessi trjáför öll í sarna hraunlaginu,
þéttu blágrýtislagi, sem liggur á allþykku setlagi. Er þarna um
stóreflistré að ræða, þau stærstu a. m. k. hálfan metra í þvermál,
og virðist auðsætt, að um barrtré sé að ræða, sakir Jress hve bein-