Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 8
130 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Arfinn á sina sögu. Flestir þekkja krossblómaættina, en hún dregur nafn sitt af fjór- um krónublöðum, sem virðast sitja í kross, ef horft er ofan í blómið. Bikarblöð eru einnig fjögur, ein fræva og sex fræflar. Blómið er undirsætið, aldinið hýði af sérstakri gerð, sem kallast skálpur (sjá Flóru). Algengir fulltrúar krossblómaættar hér á landi eru t. d. hjartarfi, hrafnaklukka, skarfakál, fjörukál og skriðnablóm. Flinar mikilvægu matjurtir rófur og káltegundir teljast til ættarinnar og einnig ýmsar alkunnar skrautjurtir, t. d. næturfjóla, ilmskúfur o. fl. En sú tegundin, sem menn helzt líta hornauga, er óefað hjart- arfinn. Vísindanafn hans er Capsella bursa-pastoris, sem eigin- lega þýðir taska eða pyngja hjarðsveinsins, og er nafnið dregið af hinu sérkennilega Iijartalaga eða þrístrenda aldini, sem er helzta einkenni jurtarinnar (sjá mynd). Blómin sitja í klasa. Þau eru smá, hvít að lit og lokka ekki mjög til sín skordýr. Er sjálffrævun al- geng og myndast jafnvel fræ án frjóvgunar, og haldast þá allir eigin- leikar foreldrisins og ganga áfram að erfðum. Hjartarfinn hefur orðið mörg- um garðeiganda erfiður viður- eignar. Reyndar er fremur auð- velt að rífa hann upp með rót- um. Rótin er stólparót, hörð og seig. Vinna kálmaðkar lítt eða ekki á henni, þó kálflugan verpi við hjartarfann eins og fleiri blóm af krossblómaætt. Hún þekkir ættina vegna lyktar, bragðs eða annarra efnaáhrifa. Hjartarfinn er frjósamur og sáir sér mikið. Hann blómgast allt sumarið og fram á haust eða vet- ur, ef tíð er sæmileg, og ber fjölda aldina ,en í hverju eru oft 8—10 fræ. Þau dreifast rnikið með búfé og varningi, og hefur arlinn sennilega komið sunnan 3. mynd. Hjartarfi: A. stjörnuhár, B. krónublað, C. Irævlar, D. fræva, E. aldin, F. fræ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.