Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 67

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 67
N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN 189 Stnrla Friðriksson: LÍF OG LAND. Um vistfrœði íslands. Varði, Reykja- vík 1973. 263 bls., 108 myndir, 6 töflur. Verð kr. 1695,00. Útkoma frumsaminnar íslenzkrar bókar um náttúrufraeðileg efni aetti að jafn- aði að vera ærið tilefni til þess að um liana sé ítarlega ritað. Á því liefur liins vegar orðið nokkur misbrestur, að um slíkar bækur væri nægilega fjallað í Náttúrufræðingnum. En opin umræða og hófleg gagnrýni hlýtur jafnan að vera nauðsynleg til eflingar vísindum og lræðslu. Bókili Líf og land skiptist í 12 kafla. Fimm þeir fyrstu eru almenns eðlis. Síðan eru 5 kaflar, sem eru mjög í búíræðilegum anda, og ræðir þar mest um samstætt efni — fólk, lénað og gras á íslandi. Þar á eftir fara 2 örstuttir kaflar um mengun og náttúruvernd, og í bókarlok eru eftirmáli, orðaskrár og lieim- ildaskrá. Heiti bókarinnar bendir til þess, að henni sé ætlað að fjalla um vistfræði lands en ekki sjávar. Hins vegar hlýtur það að vera matsatriði, livort hægt sé að gera vistfræði íslands skil, án Jjess að taka sjóinn umliverfis landið með inn í dæmið. Höfundur hefur þó valið þann kost að sniðganga sjó og sævarbúa að mestu, og rýrir jjað nokkuð gildi þessarar bókar að mínu mati. í bókinni er hvergi minnst á þróun vistfræðinnar né neina þá, sem þar liafa markað spor. Lesanda í leit að staðgóðri þekkingu er því hvergi gefið færi á að kynna sér tillegg manna eins og Braun-Blanquet eða Raunkiær, Elton, Lack eða Wynne-Edwards, og svo mætti lengi telja. Hið sögulega tóm nær einnig til meðferðar höfundar á íslenzkum rannsóknum, og má það til tlðinda teljast, að honum liefur tekizt að rita um íslenzka vistfræði, án þess að minnast á Mölholm Hansen, Lindroth, Tuxen, Spárck, Hermann Einarsson og Helga Jónsson. Ástæðan fyrir þessu sögulega tómi virðist að nokkru fólgin 1 byggingu bókar- innar; þar er yfirleitt hvergi getið heimilda í texta, en stuttar heimildaskrár cru aftast. Fræðilegur texti án tilvitnana, jafnvel þótt um sé að ræða alþýðleg fræðirit, býður lieim ónákvæmni og beinlínis villandi meðferð efnis frá hendi liöfundar, en misskilningi lesenda. Tilvitnanaskortur er víða mjög bagalegur Jjeim, sem kynnu að vilja kynna sér til hlítar einstök atriði; hann gerir mönn- um ókleift að greina á milli hugmynda heimildarmanna og lröfundar. Auk þess er ekki laust við, að nokkurrar tregðu gæti hér í tilvitnunum til annarra höf- unda. Allmörg nýyrði koma fyrir í þessari bók. Ber Jjar hæst orðið vistfræði fyrir ökólógíu, og er Jjað Jjegar orðið hluti af daglegum orðaforða okkar. Orðið er Jjjált og fer vel í samsetningum, vist merkir bíótóp eða liabítat, vistkerfi er ökósýstem, vistbelti er bíóm (habítat zóna) o. s. frv. Orðin sundrari fyrir de- composer og beður lyrir substratum virðast mér einnig lífvænleg. Nokkur ný- yrði eru miður heppileg, en [jó ber að geta [jess, að Jjau eru ekki öll liandar- verk höfundar. Má [jar nefna sérstaklega orðið venzlahópur, sem kemur fyrst fyrir í [jýðingu Örnólfs Thorlacíusar á Líffræði eftir Paul Weisz. Þetta orð á að merkja population, en íslenzkan á miklu betra orð um það fyrirbæri, nefni- lega stofn. Orðið venzlahópur myndi hljóma undarlega í algengum sambönd- um eins og „ofveiði Islendinga á síldarvenzlahópnum" eða „venzlaliópssveiflur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.