Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 56
178
. N ÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN
annars staðar voru um 200 metrar milli merkja. Fjai’lægðin milli
austasta og vestasta merkis var um 5500 metrar. Sumarið 1967 voru
sett 15 fastamerki vestan Almannagjár í áframhaldi af mælingalín-
unni frá 1966, og er vestasta merkið við Öxará, þar sem hún kemur
úr haeðunum norðvestan við Brúsastaði. Einnig voru þá sett sjö
fastamerki austan Hrafnagjár, og er austasta merkið um 400 metra
austan við Gjábakka (1. mynd). Með þessari viðbót er lengd mæl-
ingalínunnar rúmir 9 km.
Mælingarnar, sem framkvæmdar hafa verið á Þingvöllum, eru
nákvæmar hæðarmælingar (fallmælingar), og er ákvarðaður hæðar-
munur fastamerkjanna með eins mikilli nákvæmni og unnt er. Við
mælingarnar eru notaðar „invar“ mælistengur og „Wild N-3“ lall-
mælir. Með þessum tækjum er unnt að ákvarða hæðarmun tveggja
fastamerkja með meðalskekkju, sem nemur um 0.12 V L mm,
þar sem L er fjarlægð milli merkjanna í kílómetrum. Nokkur mæl-
ingaskekkja til viðbótar verður vegna hæðarmunar á fastamerkj-
unum, ef hann er mikill. Þannig eru hæðarmælingar við Hrafna-
gjá og Almannagjá nokkru ónákvæmari en mælingar annars staðar
á Þingvöllum vegna þess hve brattlent er við gjárnar.
Mælingar voru fyrst gerðar í júlí og ágúst 1966 á þeim hluta
mælingalínunnar, sem merktur var það sumar. Næst voru mæling-
ar gerðar sumarið 1967 og aftur 1969 á allri mælingalínunni og
sumarið 1971 á mestum hluta línunnar, en þá var ekki mælt við
6 vestustu merkin. Þar sem hver mæling gefur hæðarmun á sér-
hverjum tveimur fastamerkjum, þá er fundin hæð hvers merkis
miðað við það fastamerki, sem valið er til viðmiðunar. Vestasta
merkið, sem sett var niður sumarið 1966, hefur jafnan verið notað
sem viðmiðunarmerki, en hæð allra hinna merkjanna er mæld frá
jrví. Þetta viðmiðunarmerki er uppi á vesturbarmi Almannagjár
skammt vestan við útsýnisskífuna við Valhöll. Hæð þess yfir sjávar-
mál er um 135.19 metrar. Þessi hæð er ekki þekkt með sömu ná-
kvæmni og hæðarmunur einstakra merkja á mælingalínunni.
Þegar bornar eru saman mælingar gerðar á mismunandi tímum
má sjá, hvort einstök fastamerki hafa lyfzt eða sigið miðað við við-
miðunarmerkið. Þessar mælingar gefa ekki til kynna, hvort hin ein-
stöku merki hafi hreyfzt miðað við sjávarmál, þar sem ekki er
hægt að gera ráð fyrir, að viðmiðunarmerkið eða nokkurt annað
fastamerki standi óhaggað miðað við sjávarmál.