Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 4
126 N ÁTT ÚRUF RÆÐ INGURINN humal til lækninga löngu áður en þeir kynntust Rómverjum. Öldum sarnan höfðu hermenn ýmissa landa vallhumal í töskum sínum. Voru snemma gerð smyrsl úr mörðum vall- humalsblöðum og feiti. Fyrir nær þús- und árum var í Þýzkalandi farið að nota vallhumal gegn miklum tíða- blæðingum kveuna. Enskar konur, fyrr á öldum, þvoðu sumar andlit sitt dagiega upp úr vallhumalseyði til húðfegrunar og til að eyða hrukkum. Áhrifaefnin í vallliumli eru sútunar- sýra, eterolía og beisk ef?ii. Sútunar- sýran verkar samandragandi og stemmandi. Þetta höfðu menn lært af reynslunni löngu áður en sútunar- sýran var kunn. — Vallhumall var frá fornu fari notaður við ölgerð. Rannsóknir í seinni tíð liafa leitt í ljós, að beiskjuefnin í vallhumli bæta geymsluþol ölsins, líkt og humall ger- ir. Kannski hefur Egill og aðrir forn- kappar vorir drukkið vallhumalsöl. — Vallhumalsseyði hefur frá fornu fari verið notað gegn niðurgangi, maga- verkjum, nýrnakvillum, kvefi o. 11. Útvortis voru marin vallhumals- blöð fersk og valllnunalssmyrsl notuð gegn blæðandi sárum og ýms- um húðkvillum. Hér á landi eru enn soðin smyrsl úr vallhumli og ósöltuðu smjöri, t. d. „Tjarnarplástur". Annars er valllnunall helzt notaður sem magastyrkjandi lyf, t. d. „Herba millefolium" í te til lækninga. í Sviss og víðar hefur verið gerður magastyrkjandi líkjör úr vallhumli, einnig í brennivín. — í ritlingnum „Lítil rit- gjörð um nytsemi nokkurra íslenzkra jurta“, safnað hefur Jón jóns- son (1880), segir svo m. a. um vallhumal: „Jurt þessi styrkir, mýkir og dregur saman, hún er uppleysandi og blóðhreinsandi, bætir sina- teygjur og stirðleika í líkamanum. Te af blöðum og blómstrum jurtarinnar skal drekka af tebollum þrisvar á dag, dupti af rótinni 1. myiul. Vallhumall (Achillea rnillefolium ).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.