Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1974, Blaðsíða 46
168 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þessa kalklags hefur átt sér stað rof, sem hefur fjarlægt hluta af laginu og jafnvel krítinni, þar sem hún nær hæst á milli fiskileirs- lægðanna. Síðan átti sér stað hörðnun á sjávarbotninum. Náði hún allt að því 50 cm niður í lögin, bæði Cerithium-kalki'ð og krítina. Harða lagið („hardground") er gegnumgrafið af botndýrum, eink- um kröbbum og óreglulegum ígulkerum. Ofan á harða laginu taka síðan við þykk lög af mosadýrakalki með boglægum, samanhang- andi tinnulögum. Virðist sem hér sé upphaflega um mörg smárif að ræða, sem teygja sig hvert inn á annað. Efst í Stevns Klint er svo lag af jökulruðningi, en undir honum má hér og þar sjá linsur af kalkbrotabergi. Jarðlögin í Stevns Klint má rekja um 12 km leið í 20—41 m hárri opnu. Mikið hefur fundizt af steingervingum í daníenlögunum, en fánan er frábrugðin þeirri, sem finnst í krítarlögunum (Rosen- krantz, 1966). Meðal svifvera eru mörkin mjög skörp. f því sam- bandi má t. d. nefna, að hjá götungaættinni Globigerinidae komu fram 3 nýjar og merkilegar ættkvíslir á daníen: Globigerina, Sub- botina og Globoconusa. Globoconusa daubjergensis er einn af ein- kennissteingervingum daníens. Hjá lindýrum eru mörkin greinilegust. Meðal snigla og samloka hurfu margar gamalkunnar ættkvíslir, en nýjar komu í staðinn. Hjá samlokum t. d. hvarf hin áberandi ættkvísl Inoceramus, en stærsta samlokutegund, sem ennþá er vitað um, tilheyrði þessari ættkvísl. Inoceramus-skel, sem fannst fyrir nokkrum árum á Núgs- suaq-skaga á Vestur-Grænlandi, í lögum frá krítartímabilinu, mæld- ist þannig tæpir 2 m á lengd! Hjá nátílum (kolkrabbaættbálkur) dóu út 5 ættkvíslir, en nýjar komu í staðinn, t. d. Hercoglossa og er H. danica einn af einkennissteingervingum daníens. Ennþá mikilvægara er þó, að ammónítar og belemnítar dóu algerlega út við mörkin milli maastrichtíen og daníen og ná alls ekki upp í daníen. Sömu sögu er að segja um ch'nósára. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru varðandi breytingar í dýraríkinu við mörkin milli maastrichtíen og daníen. Það hefði mátt tína til ýmsa fleiri dýrahópa til þess að undirstrika mismun- inn enn frekar. Þess er þó varla þörf. Steingervingafræðilega séð eru þessi mörk ein þau greinilegustu í jarðsögunni, miklu greini- legri en efri mörk daníens. Eins og áður hefur verið minnzt á, átti sér stað afflæði á mörk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.