Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1974, Page 4
126 N ÁTT ÚRUF RÆÐ INGURINN humal til lækninga löngu áður en þeir kynntust Rómverjum. Öldum sarnan höfðu hermenn ýmissa landa vallhumal í töskum sínum. Voru snemma gerð smyrsl úr mörðum vall- humalsblöðum og feiti. Fyrir nær þús- und árum var í Þýzkalandi farið að nota vallhumal gegn miklum tíða- blæðingum kveuna. Enskar konur, fyrr á öldum, þvoðu sumar andlit sitt dagiega upp úr vallhumalseyði til húðfegrunar og til að eyða hrukkum. Áhrifaefnin í vallliumli eru sútunar- sýra, eterolía og beisk ef?ii. Sútunar- sýran verkar samandragandi og stemmandi. Þetta höfðu menn lært af reynslunni löngu áður en sútunar- sýran var kunn. — Vallhumall var frá fornu fari notaður við ölgerð. Rannsóknir í seinni tíð liafa leitt í ljós, að beiskjuefnin í vallhumli bæta geymsluþol ölsins, líkt og humall ger- ir. Kannski hefur Egill og aðrir forn- kappar vorir drukkið vallhumalsöl. — Vallhumalsseyði hefur frá fornu fari verið notað gegn niðurgangi, maga- verkjum, nýrnakvillum, kvefi o. 11. Útvortis voru marin vallhumals- blöð fersk og valllnunalssmyrsl notuð gegn blæðandi sárum og ýms- um húðkvillum. Hér á landi eru enn soðin smyrsl úr vallhumli og ósöltuðu smjöri, t. d. „Tjarnarplástur". Annars er valllnunall helzt notaður sem magastyrkjandi lyf, t. d. „Herba millefolium" í te til lækninga. í Sviss og víðar hefur verið gerður magastyrkjandi líkjör úr vallhumli, einnig í brennivín. — í ritlingnum „Lítil rit- gjörð um nytsemi nokkurra íslenzkra jurta“, safnað hefur Jón jóns- son (1880), segir svo m. a. um vallhumal: „Jurt þessi styrkir, mýkir og dregur saman, hún er uppleysandi og blóðhreinsandi, bætir sina- teygjur og stirðleika í líkamanum. Te af blöðum og blómstrum jurtarinnar skal drekka af tebollum þrisvar á dag, dupti af rótinni 1. myiul. Vallhumall (Achillea rnillefolium ).

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.